Misskilningur Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 9. desember 2010 06:00 Viðbrögð þeirra sem fjallað er um í skjölum bandarísku utanríkisþjónustunnar og hafa ratað fyrir almenningssjónir eftir rásum Wikileaks voru fyrirsjáanleg. Misskilningur, segja þeir, svo til einum rómi. Það er misskilningur að bandaríska sendiráðið í Reykjavík hafi haft nokkuð með það að gera að orkuskattur amerísku álfyrirtækjanna á Íslandi er tólf aurar en ekki ein króna á kílóvattstund. Það er misskilningur að Björn Bjarnason hafi haft horn í síðu Georgs Lárussonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar. Það er misskilningur að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi látið rannsaka fangaflug Bandaríkjamanna til að vængstýfa Steingrím J. Sigfússon. Það er misskilningur að Bjarni Benediktsson hafi viljað að Bandaríkjamenn greiddu ferð utanríkismálanefndar Alþingis til Washington. Það er misskilningur að Jóhanna Sigurðardóttir hafi hótað afsögn ef þingmenn VG styddu ekki samkomulag um Icesave. Auðvitað er ekki við því að búast að fulltrúar Bandaríkjanna í sendiráðinu við Laufásveginn skilji það sem íslenskir stjórnmálamenn segja við þá í samtölum sem ekki nokkur lifandi sála, nema bandaríski forsetinn, má heyra af. Þar er talað undir rós, yfir glasi af kalifornísku rósavíni. Heldur er ekki við því að búast að sendifulltrúarnir lesi rétt í íslensku pólitíkina. Meinið er hins vegar ekki sá skortur á snilligáfu sendiráðsfólksins sem annar helsti sérfræðingur Sjálfstæðisflokksins um bandarísk málefni fjallaði um nýverið. Það er sjálft eðli íslenskra stjórnmálamanna sem gerir það að verkum að þeir eru misskildir. Það er nefnilega öðru vísi en eðli stjórnmálamanna annars staðar í heiminum. Okkar menn eru margslungnir, ekki allir þar sem þeir eru séðir. Segja eitt en gera annað. Ef þeir væru fótboltamenn tækju þeir tvöföld skæri og létust fara út á kant en væru svo allt í einu komnir í skotfæri fyrir miðjum teig. Búmm. Óverjandi. Það sama var uppi á teningnum í viðskiptunum. Einstakt eðli og enginn skilningur, hvorki í samfélaginu né í bandaríska sendiráðinu. Örfáir menn upphugsuðu, og stunduðu, svo flókin viðskipti að nú, nokkrum misserum síðar, vinna hundruð manna að því að rekja þau og greina. Og þegar eitthvað er dregið fram eru viðbrögðin á einn veg; misskilningur. Lögreglan, saksóknarinn, skatturinn, fjölmiðlarnir, skilanefndirnar, slitastjórnirnar; þessir aðilar hafa allir sem einn misskilið algjörlega það sem útrásarliðið hugsaði og gerði. Auðvitað eiga dómstólarnir eftir að byggja dóma sína á sama misskilningi þegar þar að kemur. Og svona er það í öllu samfélaginu. Allt og allir eru meira eða minna misskildir. Heldur er þetta bagalegt og stendur ýmsu fyrir þrifum. Sérstaklega er þetta slæmt þegar ástandið er slæmt. Öll uppbygging verður snúnari þegar enginn skilur annan. En er eitthvað til ráða? Er eitthvað hægt að gera? Líklega ekki. Líklega verður þetta svona áfram. Stjórnmálamennirnir sötra rósavín og blaðra í bandaríska sendiráðinu og bera svo við misskilningi þegar eitthvað spyrst út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Viðbrögð þeirra sem fjallað er um í skjölum bandarísku utanríkisþjónustunnar og hafa ratað fyrir almenningssjónir eftir rásum Wikileaks voru fyrirsjáanleg. Misskilningur, segja þeir, svo til einum rómi. Það er misskilningur að bandaríska sendiráðið í Reykjavík hafi haft nokkuð með það að gera að orkuskattur amerísku álfyrirtækjanna á Íslandi er tólf aurar en ekki ein króna á kílóvattstund. Það er misskilningur að Björn Bjarnason hafi haft horn í síðu Georgs Lárussonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar. Það er misskilningur að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi látið rannsaka fangaflug Bandaríkjamanna til að vængstýfa Steingrím J. Sigfússon. Það er misskilningur að Bjarni Benediktsson hafi viljað að Bandaríkjamenn greiddu ferð utanríkismálanefndar Alþingis til Washington. Það er misskilningur að Jóhanna Sigurðardóttir hafi hótað afsögn ef þingmenn VG styddu ekki samkomulag um Icesave. Auðvitað er ekki við því að búast að fulltrúar Bandaríkjanna í sendiráðinu við Laufásveginn skilji það sem íslenskir stjórnmálamenn segja við þá í samtölum sem ekki nokkur lifandi sála, nema bandaríski forsetinn, má heyra af. Þar er talað undir rós, yfir glasi af kalifornísku rósavíni. Heldur er ekki við því að búast að sendifulltrúarnir lesi rétt í íslensku pólitíkina. Meinið er hins vegar ekki sá skortur á snilligáfu sendiráðsfólksins sem annar helsti sérfræðingur Sjálfstæðisflokksins um bandarísk málefni fjallaði um nýverið. Það er sjálft eðli íslenskra stjórnmálamanna sem gerir það að verkum að þeir eru misskildir. Það er nefnilega öðru vísi en eðli stjórnmálamanna annars staðar í heiminum. Okkar menn eru margslungnir, ekki allir þar sem þeir eru séðir. Segja eitt en gera annað. Ef þeir væru fótboltamenn tækju þeir tvöföld skæri og létust fara út á kant en væru svo allt í einu komnir í skotfæri fyrir miðjum teig. Búmm. Óverjandi. Það sama var uppi á teningnum í viðskiptunum. Einstakt eðli og enginn skilningur, hvorki í samfélaginu né í bandaríska sendiráðinu. Örfáir menn upphugsuðu, og stunduðu, svo flókin viðskipti að nú, nokkrum misserum síðar, vinna hundruð manna að því að rekja þau og greina. Og þegar eitthvað er dregið fram eru viðbrögðin á einn veg; misskilningur. Lögreglan, saksóknarinn, skatturinn, fjölmiðlarnir, skilanefndirnar, slitastjórnirnar; þessir aðilar hafa allir sem einn misskilið algjörlega það sem útrásarliðið hugsaði og gerði. Auðvitað eiga dómstólarnir eftir að byggja dóma sína á sama misskilningi þegar þar að kemur. Og svona er það í öllu samfélaginu. Allt og allir eru meira eða minna misskildir. Heldur er þetta bagalegt og stendur ýmsu fyrir þrifum. Sérstaklega er þetta slæmt þegar ástandið er slæmt. Öll uppbygging verður snúnari þegar enginn skilur annan. En er eitthvað til ráða? Er eitthvað hægt að gera? Líklega ekki. Líklega verður þetta svona áfram. Stjórnmálamennirnir sötra rósavín og blaðra í bandaríska sendiráðinu og bera svo við misskilningi þegar eitthvað spyrst út.