Dilana tekur upp með Þorvaldi Bjarna í Los Angeles Atli Fannar Bjarkason skrifar 15. apríl 2010 09:00 Dilana segist "pottfokkingþétt" vera á leiðinni til landsins. „Ég skil sýn höfundanna á verkið svo vel vegna þess að ég kem af sama stað. Þetta verkefni er að breyta lífi mínu," segir söngkona Dilana Robichaux, sem Íslendingar kynntust í raunveruleikaþættinum Rock Star: Supernova. Dilana hefur verið ráðin til að syngja í íslenskri rokkóperu, eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum. Lítið fæst gefið upp um verkið, annað en að Þorvaldur Bjarni sér um útsetningar og stýrir upptökum. Hann hefur verið staddur í Los Angeles undanfarna daga ásamt höfundum verksins að taka upp söng með Dilönu. Hún var að drekka morgunkaffið og reykja sígarettu þegar Fréttablaðið náði í hana. Hún var á þriðja bolla, en sagðist þurfa um þrjár könnur til að koma sér í gang. „Þetta er mjög dularfullt verkefni og ég má ekki segja mikið um það," segir Dilana. „Það kallast Dark Angel og ég er í hlutverki myrkraengilsins. Ég elska að ég fæ að beita röddinni á mjög fjölbreyttan hátt í verkefninu. Ég kem sjálfri mér á óvart." Dilana segist ekki geta sagt mikið um söguna, annað en að boðskapurinn sé magnaður og í raun ástæðan fyrir því að hún ákvað að taka þátt í verkefninu. „Þetta er mjög spennandi," segir hún. „Ég er búin að vera að taka upp með strákunum síðustu þrjá daga. Við skemmtum okkur mjög vel." Dilana lætur vel af samstarfinu við Þorvald Bjarna og segir að hann sé mjög góður upptökustjóri. „Það er mjög auðvelt að vinna með honum og hann er mjög faglegur þannig að þetta gengur mjög hratt," segir Dilana.En ertu á leiðinni til Íslands?„Pottþétt! pottfokkingþétt (hlær). Ég veit ekki hvenær. Við töluðum um að ég kæmi í sumar vegna þess að mig langar að fara á hestbak, en það fer eftir því hvenær platan kemur út. Ég mæti örugglega einum til tveimur mánuðum fyrir útgáfu til að vinna kynningarvinnu. Og auðvitað leita ég að álfum og svona." Auðvitað. Eins og allir útlendingar gera á Íslandi - leita að álfum. „Þeir vita ekki að ég er aðalálfurinn og ætla að leita að forfeðrum mínum. Fólk veltir fyrir sér hvers vegna hárið á mér lítur svona en svona leit álfahár út í gamla daga." Rock Star Supernova Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
„Ég skil sýn höfundanna á verkið svo vel vegna þess að ég kem af sama stað. Þetta verkefni er að breyta lífi mínu," segir söngkona Dilana Robichaux, sem Íslendingar kynntust í raunveruleikaþættinum Rock Star: Supernova. Dilana hefur verið ráðin til að syngja í íslenskri rokkóperu, eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum. Lítið fæst gefið upp um verkið, annað en að Þorvaldur Bjarni sér um útsetningar og stýrir upptökum. Hann hefur verið staddur í Los Angeles undanfarna daga ásamt höfundum verksins að taka upp söng með Dilönu. Hún var að drekka morgunkaffið og reykja sígarettu þegar Fréttablaðið náði í hana. Hún var á þriðja bolla, en sagðist þurfa um þrjár könnur til að koma sér í gang. „Þetta er mjög dularfullt verkefni og ég má ekki segja mikið um það," segir Dilana. „Það kallast Dark Angel og ég er í hlutverki myrkraengilsins. Ég elska að ég fæ að beita röddinni á mjög fjölbreyttan hátt í verkefninu. Ég kem sjálfri mér á óvart." Dilana segist ekki geta sagt mikið um söguna, annað en að boðskapurinn sé magnaður og í raun ástæðan fyrir því að hún ákvað að taka þátt í verkefninu. „Þetta er mjög spennandi," segir hún. „Ég er búin að vera að taka upp með strákunum síðustu þrjá daga. Við skemmtum okkur mjög vel." Dilana lætur vel af samstarfinu við Þorvald Bjarna og segir að hann sé mjög góður upptökustjóri. „Það er mjög auðvelt að vinna með honum og hann er mjög faglegur þannig að þetta gengur mjög hratt," segir Dilana.En ertu á leiðinni til Íslands?„Pottþétt! pottfokkingþétt (hlær). Ég veit ekki hvenær. Við töluðum um að ég kæmi í sumar vegna þess að mig langar að fara á hestbak, en það fer eftir því hvenær platan kemur út. Ég mæti örugglega einum til tveimur mánuðum fyrir útgáfu til að vinna kynningarvinnu. Og auðvitað leita ég að álfum og svona." Auðvitað. Eins og allir útlendingar gera á Íslandi - leita að álfum. „Þeir vita ekki að ég er aðalálfurinn og ætla að leita að forfeðrum mínum. Fólk veltir fyrir sér hvers vegna hárið á mér lítur svona en svona leit álfahár út í gamla daga."
Rock Star Supernova Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira