Körfubolti

Bið Lebron James eftir fyrsta titlinum orðin lengi en hjá Jordan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lebron James.
Lebron James. Mynd/AP

Lebron James og félagar duttu út úr 2. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í fyrrinótt þegar þeir töpuðu þriðja leiknum í röð á móti Boston Celtics og þar með seríunni 2-4.

Þetta þýddi að Lebron James þarf nú að bíða lengur eftir fyrsta meistaratitlinum en fyrirmyndin hans - sjálfur Michael Jordan. Þeir hafa verið bornir saman frá fyrsta degi James í deildinni og hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir bið þessara tveggja frábæru leikmanna eftir fyrsta titlinum.

Lebron James er búinn að leika 71 leik í úrslitakeppni og er með 29.3 stig, 8,4 fráköst og 7,6 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni. Jordan var með 34,6 stig, 6,8 fráköst og 7,1 stoðsendingu að meðaltali í þeim 70 leikjum sem hann lék í úrslitakeppni fyrstu sjö tímabilin sín í NBA-deildinni.

Bið Michael Jordan eftir fyrsta titlinum

1. tímabil (1984-85) Tapaði í fyrstu umferð fyrir Milwaukee Bucks (1-3)

2. tímabil (1985-86) Tapaði í fyrstu umferð fyrir Boston Celtics (0-3)

3. tímabil (1986-87) Tapaði í fyrstu umferð fyrir Boston Celtics (0-3)

4. tímabil* (1987-88) Tapaði í 2. umferð fyrir Detroit Pistons (1-4)

5. tímabil (1988-89) Tapaði í úrslitum Austurdeildar fyrir Detroit Pistons (2-4)

6. tímabil (1989-90) Tapaði í úrslitum Austurdeildar fyrir Detroit Pistons (3-4)

7. tímabil* (1990-91) NBA-meistari

* Kosinn besti leikmaður deildarinnar

Bið Lebron James eftir fyrsta titlinum

1. tímabil (2003-04) Komst ekki í úrslitakeppnina

2. tímabil (2004-05) Komst ekki í úrslitakeppnina

3. tímabil (2005-06) Tapaði í 2. umferð fyrir Detroit Pistons (3-4)

4. tímabil (2006-07) Tapaði í lokaúrslitum fyrir San Antonio Spurs (0-4)

5. tímabil (2007-08) Tapaði í 2. umferð fyrir Boston Celtics (3-4)

6. tímabil* (2008-09) Tapaði í úrslitum Austurdeildar fyrir Orlando Magic (2-4)

7. tímabil* (2009-10) Tapaði í 2. umferð fyrir Boston Celtics (2-4)

* Kosinn besti leikmaður deildarinnar



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×