Íslenski boltinn

Úrslit kvöldsins í Pepsi-deild kvenna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valskonur fögnuðu tíu sinnum í kvöld.
Valskonur fögnuðu tíu sinnum í kvöld. Mynd/Daníel
Eftir tvö jafntefli í röð sýndu Valskonur mátt sinn í 10-0 risasigri á Aftureldingu á Vodafone-vellinum í kvöld. Blikastúlkur komust aftur upp í annað sætið eftir 3-1 sigur á botnliði FH. Valur er áfram með þriggja stiga forskot á toppnum.

Lið Aftureldingar var búið að halda hreinu í 316 mínútur í deildinni en Valskonur voru í miklum ham og komnar í 6-0 eftir aðeins 36 mínútna leik. Mörkin urðu á endanum tíu þar sem þær Kristín Ýr Bjarnadóttir, Katrín Jónsdóttir og Björk Gunnarsdóttir skoruðu allar tvennu.

Breiðablik lenti í vandræðum á móti botnliði FH á heimavelli og um tíma laiet út fyrir að liðið væri að gera þriðja jafntefli í röð. Blikar skoruðu hinsvegar tvö mörkin í lokin og tóku annað sætið aftur af Þór/KA.

Sonja Björk Jóhannsdóttir tryggði KR 1-1 jafntefli á móti Fylki í Árbæ þegar hún skoraði á þriðju mínútu í uppbótartíma en Fylkir var með forustuna í 89 mínútur eftir að Arna Sigurðardóttir kom liðinu í 1-0 í upphafi leiks.

Norður-írska landsliðskonan Rachel Furness hitaði upp fyrir landsleikinn á móti Íslandi á laugardaginn með því að skora sigurmark Grindavíkur á móti Haukum á Ásvöllum.

Upplýsingar um markaskorar eru fengnar frá netsíðunni fótbolti.net.

Úrslit og markaskorarar í Pepsi-deild kvenna í kvöld:

Valur-Afturelding 10-0

1-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (2.), 2-0 Rakel Logadóttir (10.), 3-0 Katrín Jónsdóttir (19.), 4-0 Hallbera Guðný Gísladóttir (22.), 5-0 Katrín Jónsdóttir (28.), 6-0 Thelma Björk Einarsdóttir (36.), 7-0 Björk Gunnarsdóttir (54.), 8-0 Björk Gunnarsdóttir (58.), 9-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (62.), 10-0 Dagný Brynjarsdóttir (75.)

Breiðablik-FH 3-1

1-0 Hlín Gunnlaugsdóttir (19.), 1-1 Margrét Sveinsdóttir (70.), 2-1 Sara Björk Gunnarsdóttir (86.), 3-1 Ásta Eir Árnadóttir (88.)

Fylkir-KR 1-1

1-0 Arna Sigurðardóttir (4.), 1-1 Sonja Björk Jóhannsdóttir (90.+3).

Haukar-Grindavík 0-1

0-1 Rachel Furness (34.)














Fleiri fréttir

Sjá meira


×