Schumacher búinn að finna neistann 10. maí 2010 12:13 Michael Schumacher hjá Mercedes ræðir við starfsmann Ferrari, en hann vann áður hjá Ferrari með góðum árangri eins og frægt er. Mynd: Getty Images Nick Fry hjá Mercedes segir að Michael Schumacher sé búinn að finna neistann aftur í Formúlu 1, eftir að hann var hálf ráðvilltur eftir Kína kappaksturinn þar sem honum gekk miður vel. Schumacher fékk endurbættan og lengri bíl í hendurnar um helgina á Spáni og náði fjórða sæti. "Neistinn er kominn aftur. Hann var ráðvilltur í Kína, það eru bestu lýsingarorðin. Ég held að Schumacher hafi ekki skilið hvað vandamálið var og það er alltaf áhyggjuefni. Frá fyrsta æfingadegi á Spáni þá var hann með allt á hreinu. Maður heyri í gegnum talkerfinu að sjálfstraustið var til staðar. Hann veit nákvæmlega hvað hann vil og náði því fram", sagði Fry í samtali við Autosport. "Schumacher skildi ekki hvað var í gangi í Kína og varði degi með tæknimönnum sínum eftir keppnina og fór svo dag í hjólreiðatúr með þeim. Ég held að þeir hafi fundið út hvað skorti." Engu að síður varð Schumacher mínútu á eftir sigurvegaranum Mark Webber, en liðsfélaga hans Nico Rosberg gekk verr í fyrsta skipti á árinu og fékk engin stig í mótinu. "Þegar maður klárar mínútu á eftir þá er það svekkjandi. Ég býst ekki við að Red Bull hafi svona forskot á öðrum brautum, en Barcelona brautin hentaði bílnum vel. Trúlega hafa þeir hálfa sekúndu á okkur í heildina litið. Það er því mikil vinna framundan", sagði Fry. Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Nick Fry hjá Mercedes segir að Michael Schumacher sé búinn að finna neistann aftur í Formúlu 1, eftir að hann var hálf ráðvilltur eftir Kína kappaksturinn þar sem honum gekk miður vel. Schumacher fékk endurbættan og lengri bíl í hendurnar um helgina á Spáni og náði fjórða sæti. "Neistinn er kominn aftur. Hann var ráðvilltur í Kína, það eru bestu lýsingarorðin. Ég held að Schumacher hafi ekki skilið hvað vandamálið var og það er alltaf áhyggjuefni. Frá fyrsta æfingadegi á Spáni þá var hann með allt á hreinu. Maður heyri í gegnum talkerfinu að sjálfstraustið var til staðar. Hann veit nákvæmlega hvað hann vil og náði því fram", sagði Fry í samtali við Autosport. "Schumacher skildi ekki hvað var í gangi í Kína og varði degi með tæknimönnum sínum eftir keppnina og fór svo dag í hjólreiðatúr með þeim. Ég held að þeir hafi fundið út hvað skorti." Engu að síður varð Schumacher mínútu á eftir sigurvegaranum Mark Webber, en liðsfélaga hans Nico Rosberg gekk verr í fyrsta skipti á árinu og fékk engin stig í mótinu. "Þegar maður klárar mínútu á eftir þá er það svekkjandi. Ég býst ekki við að Red Bull hafi svona forskot á öðrum brautum, en Barcelona brautin hentaði bílnum vel. Trúlega hafa þeir hálfa sekúndu á okkur í heildina litið. Það er því mikil vinna framundan", sagði Fry.
Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira