Íslenski boltinn

Blikar fá erfiða andstæðinga

Arnar Björnsson skrifar
Mynd/valli
Mynd/valli

Breiðablik mætir liðum frá Frakklandi, Rúmeníu og Eistlandi í forkeppni meistaradeildar kvenna í fótbolta i byrjun ágúst. 

Sigurvegarinn fer í 32ja liða úrslit en Íslandsmeistarar Vals hefja leik þá.  51 lið frá 43 löndum tekur þátt í keppninni. 

23 lið þurfa ekki að fara í forkeppnina, þar á meðal Valur.  Valur er í sjötta sæti á styrklistalista þeirra liða sem þátt taka í keppninni.  Liðin sem léku til úrslita í maí, þýska liðið Potsdam og Lyon frá Frakklandi eru í tveimur efstu sætunum. 

Þá koma Arsenal, Zvezda Rússlandi og Linköpings Svíþjóð.  Íslands og bikarmeistarar Vals eru í sjötta sæti á þessum lista og skáka þar með mörgum sterkum liðum.  

8 þjóðir fá að senda tvö lið til keppni; Þýskaland, Svíþjóð, Frakkland, Rússland, England, Danmörk, Ítalía og Ísland.  Úrslitaleikurinn í meistaradeildinni á næstu leiktíð verður á Wembley í  Lundúnum 26. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×