Fótbolti

Ekkert víst að Raul fari til Schalke - spenntur fyrir ensku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raul á blaðamannafundinum í dag.
Raul á blaðamannafundinum í dag. Myndir/AP
Raul kvaddi Real Madrid með tárum í dag en það var troðfullt á blaðamannafundinum á Bernabeu-leikvanginum þegar þessi vinsæli leikmaður tilkynnti það, sem lengi var vitað, að hann sé á förum frá Real Madrid. Hann er búinn að spila sextán tímabil með liðinu og vera hjá félaginu síðan 1992.

Það kom meira á óvart á þessum blaðamannafundi að Raul gat ekki sagt til um hvert hann væri að fara. Þýskir og spænskir fjölmiðlar hafa talið það fullvíst að Raul væri búinn að samþykkja að gera tveggja ára samning við þýska liðið Schalke 04.

„Þetta er mjög erfiður og tilfinningaþrunginn dagur fyrir mig," sagði Raul í upphafi blaðamannafundarins áður en hann óskaði Alfredo Di Stefano, fyrrum leikmanni Real, góðs bata en Alfredo Di Stefano fékk hjartaáfall um helgina.

„Ég vil halda áfram að spila á meðan líkaminn leyfir. Það hafa sterkir leikmenn komið til félagsins og mér finnst þetta vera rétti tíminn til að breyta til," sagði Raul.

„Þetta er tækifæri fyrir mig að fá að kynnast því að leika utan Spánar. Schalke hefur sýnt mér mikinn áhuga og en ég hef líka heyrt frá öðrum félögum. Ég mun fara annaðhvort til Englands eða Þýskalands," sagði Raul.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×