Hamingjan Charlotte Bøving skrifar 5. ágúst 2010 06:00 Lykken er som en lille fugl Den flyver og kommer tilbage Jeg håber den hos dig må finde et skjul Og blive der alle dage Þessa litlu vísu skrifuðum við í minningabækur hvert hjá öðru þegar ég var skólastúlka í Danmörku. Ég mundi hana utan að eins og hverja aðra runu, án þess nokkurn tíma að velta merkingu hennar fyrir mér. Ekki annað en að hún rímaði vel og var hlýleg. Ég spáði ekkert í hamingjuna þegar ég var barn. Og þegar ég var ung kona þótti mér meira í það varið að vera óhamingjusöm. Þá gróf maður höfuðið grátandi í koddann, trúði vinkonum fyrir leyndarmálum, skrifaði tilfinningaþrungin ljóð, klíndi svörtum ælæner á augun, fór á barinn og drakk of mikið. Það var lífið! Að lifa hratt og deyja ungur. Þegar ég var ung og hugsaði um hamingjuna snerist það allt um einhverja innri ró. Og úff hvað það hljómaði óspennandi! En þessi tilhneiging til að stunda óhamingjuna hvarf alveg þegar ég varð fullorðin. Líf með mann og börn og hús og bíl og vinnu er svo stútfullt af verkefnum og ábyrgð að það gefst enginn tími í óhamingju. Að vera óhamingjusamur krefst nefnilega bæði tíma og orku. Og nú var það hamingjan sem ég vildi fá meira af. En heyrðu mig nú! Hamingjan kom ekki bara af sjálfri sér. Það var eins og ég væri alltaf svo upptekin af því að hugsa um fortíð og skipuleggja framtíð, að þegar hamingjan skyndilega birtist kunni ég ekki að njóta hennar. Nú brá mér mér í brún. Vegna þess að um leið og ég fór að óska mér meiri hamingju áttaði ég mig á mikilvægum hlut: einhvern daginn mun ég deyja! Einhverra hluta vegna hékk það saman, óskin um meiri hamingju og uppgötvunin um að ég myndi einhvern tíma þurfa frá að hverfa. Dag nokkurn verð ég öll. Og hugsa sér ef ég lægi banaleguna, liti yfir líf mitt og áttaði mig á því að ég hefði aldrei verið hamingjusöm vegna þess að ég hefði alltaf verið of upptekin við eitthvað annað. Það væri hræðilegt! Ég verð að vera meira til staðar þegar hamingjan bankar upp á, hugsaði ég með mér. Eða jafnvel hætta bara að bíða eftir að hún birtist. Og reyna heldur sjálf að hægja á mér nokkrum sinnum á dag, líta upp og kalla á hana - eins og lítinn fugl. Fugl, sem með tímanum verður gæfari og kemst að því að hjá mér finnur hann skjól og hjá mér getur hann verið alla daga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Charlotte Böving Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Lykken er som en lille fugl Den flyver og kommer tilbage Jeg håber den hos dig må finde et skjul Og blive der alle dage Þessa litlu vísu skrifuðum við í minningabækur hvert hjá öðru þegar ég var skólastúlka í Danmörku. Ég mundi hana utan að eins og hverja aðra runu, án þess nokkurn tíma að velta merkingu hennar fyrir mér. Ekki annað en að hún rímaði vel og var hlýleg. Ég spáði ekkert í hamingjuna þegar ég var barn. Og þegar ég var ung kona þótti mér meira í það varið að vera óhamingjusöm. Þá gróf maður höfuðið grátandi í koddann, trúði vinkonum fyrir leyndarmálum, skrifaði tilfinningaþrungin ljóð, klíndi svörtum ælæner á augun, fór á barinn og drakk of mikið. Það var lífið! Að lifa hratt og deyja ungur. Þegar ég var ung og hugsaði um hamingjuna snerist það allt um einhverja innri ró. Og úff hvað það hljómaði óspennandi! En þessi tilhneiging til að stunda óhamingjuna hvarf alveg þegar ég varð fullorðin. Líf með mann og börn og hús og bíl og vinnu er svo stútfullt af verkefnum og ábyrgð að það gefst enginn tími í óhamingju. Að vera óhamingjusamur krefst nefnilega bæði tíma og orku. Og nú var það hamingjan sem ég vildi fá meira af. En heyrðu mig nú! Hamingjan kom ekki bara af sjálfri sér. Það var eins og ég væri alltaf svo upptekin af því að hugsa um fortíð og skipuleggja framtíð, að þegar hamingjan skyndilega birtist kunni ég ekki að njóta hennar. Nú brá mér mér í brún. Vegna þess að um leið og ég fór að óska mér meiri hamingju áttaði ég mig á mikilvægum hlut: einhvern daginn mun ég deyja! Einhverra hluta vegna hékk það saman, óskin um meiri hamingju og uppgötvunin um að ég myndi einhvern tíma þurfa frá að hverfa. Dag nokkurn verð ég öll. Og hugsa sér ef ég lægi banaleguna, liti yfir líf mitt og áttaði mig á því að ég hefði aldrei verið hamingjusöm vegna þess að ég hefði alltaf verið of upptekin við eitthvað annað. Það væri hræðilegt! Ég verð að vera meira til staðar þegar hamingjan bankar upp á, hugsaði ég með mér. Eða jafnvel hætta bara að bíða eftir að hún birtist. Og reyna heldur sjálf að hægja á mér nokkrum sinnum á dag, líta upp og kalla á hana - eins og lítinn fugl. Fugl, sem með tímanum verður gæfari og kemst að því að hjá mér finnur hann skjól og hjá mér getur hann verið alla daga.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun