Myndband Berndsen á kvikmyndahátíðina í LA 6. maí 2010 09:00 Davíð og Helgi stefna á að fara til Los Angeles og sýna myndbandið við lagið Supertime. Fréttablaðið/Anton „Það var hringt í leikstjórann og beðið um að fá að sýna myndbandið. Svo fórum við að skoða hvað var hátíðinni og þá voru þar risanöfn. Ég var bara sjitt! - fékk sjokk þegar ég sá þau," segir söngvarinn Davíð Berndsen. Myndbandið við Supertime, lag Berndsens, hefur verið valið til sýningar á kvikmyndahátíðinni Los Angeles Film Festival í júní. Hátíðin er ein sú stærsta í heiminum sem sýnir óháðar myndir, en á hátíðinni er sérdagskrá helguð tónlistarmyndböndum. Berndsen er þar í fríðu föruneyti því myndbönd Bobs Dylan og hljómsveitanna MGMT og Coldplay eru í sama flokki. Myndbandinu var leikstýrt af Helga Jóhannssyni og hefur hann verið beðinn um að mæta á hátíðina og taka þátt í pallborðsumræðu um myndbandið og framleiðslu þess. „Við stefnum báðir að því að fara á hátíðina, ef kreppan nær ekki að koma í veg fyrir það," segir Berndsen og bætir við að um góða kynningu sé að ræða þar sem um 80.000 gestir séu væntanlegir á hátíðina. Myndbandið við Supertime hefur vakið talsverða athygli síðan það var frumsýnt í ágúst í fyrra. Myndbandið hefur verið skoðað um 250.000 sinnum á Youtube og fylgdi einnig með snjóbrettamyndinni The Came From sem hefur verið dreift víða um heim. - afb Myndbandið má sjá hér á YouTube. Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Það var hringt í leikstjórann og beðið um að fá að sýna myndbandið. Svo fórum við að skoða hvað var hátíðinni og þá voru þar risanöfn. Ég var bara sjitt! - fékk sjokk þegar ég sá þau," segir söngvarinn Davíð Berndsen. Myndbandið við Supertime, lag Berndsens, hefur verið valið til sýningar á kvikmyndahátíðinni Los Angeles Film Festival í júní. Hátíðin er ein sú stærsta í heiminum sem sýnir óháðar myndir, en á hátíðinni er sérdagskrá helguð tónlistarmyndböndum. Berndsen er þar í fríðu föruneyti því myndbönd Bobs Dylan og hljómsveitanna MGMT og Coldplay eru í sama flokki. Myndbandinu var leikstýrt af Helga Jóhannssyni og hefur hann verið beðinn um að mæta á hátíðina og taka þátt í pallborðsumræðu um myndbandið og framleiðslu þess. „Við stefnum báðir að því að fara á hátíðina, ef kreppan nær ekki að koma í veg fyrir það," segir Berndsen og bætir við að um góða kynningu sé að ræða þar sem um 80.000 gestir séu væntanlegir á hátíðina. Myndbandið við Supertime hefur vakið talsverða athygli síðan það var frumsýnt í ágúst í fyrra. Myndbandið hefur verið skoðað um 250.000 sinnum á Youtube og fylgdi einnig með snjóbrettamyndinni The Came From sem hefur verið dreift víða um heim. - afb Myndbandið má sjá hér á YouTube.
Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira