Bestu manna yfirsýn Guðmundur Andri Thorsson skrifar 29. nóvember 2010 08:32 Minnihlutinn mætti. Meirihlutinn afþakkaði að taka þátt í Íslandssögunni. Meirihluti kjósenda hirti ekki um að velja sína fulltrúa til að setjast á rökstóla um það hvernig þjóðfélag skuli byggja hér upp á rústum sem eru ekki bara efnahagslegar heldur líka siðferðilegar, pólitískar, hugmyndalegar og lögfræðilegar. Um árabil höfum við fylgst með því hvernig Ísland hefur verið impróvíserað frá degi til dags, reglur sveigðar að þörfum eða hreinlega hundsaðar. Stjórnlagaþings bíður það verkefni að skrifa nótur; koma hér á meiri festu í starfsháttum með því að sjá til þess að "undirstaðan sé réttleg fundin". Því eins og ég heyrði Þórarin Eldjárn tala um á dögunum: stjórnarskrá er afleitt orð um fyrirbærið og væri nær að nota sama orðið og Danir sem tala um "grundlov" í þessu sambandi, grundvallarlög. Til hvers fulltrúalýðræðið? Minnihlutinn mætti - um 40 prósent segja menn á hádegi á sunnudegi þegar þetta er skrifað. Kannski ekki alveg jafn smánarlega fáir og mættu í atkvæðagreiðslu um Reykjavíkurflugvöll en fráleitt jafn margir og mættu í Icesave-atkvæðagreiðslu (63 prósent) til að greiða atkvæði um nei eða nei, en þó fyrst og fremst senda skýr skilaboð um að íslenska þjóðin teldi sig ekki bera ábyrgð á falli bankanna og gerði ekkert með þær skuldbindingar sem ráðamenn hennar hefðu undirgengist fyrir hennar hönd - það er að segja: hafnaði í reynd fulltrúalýðræðinu; tók umboðið af ráðherrum og samningamönnum í þessu tiltekna máli, sem enn er svífandi í einhvers konar ráðleysis-limbói. Kannski hefur fólki snúist hugur aftur. Fulltrúalýðræðið hefur nefnilega sína kosti. Við getum sett fólk sem við treystum í að ráða fram úr málum sem eru of flókin og sérhæfð til að við getum sjálf gert það - fólki sem við teljum að starfi í anda þeirrar lífsýnar sem við aðhyllumst sjálf. Og í framhaldi af því: Við getum sett fólk sem við treystum, teljum réttsýnt og sanngjarnt, í að taka ákvarðanir um þjóðarhag sem við myndum ekki vilja taka sjálf en vitum innst inni að þarf að taka: Óvinsælu ákvarðanirnar sem við tölum hástöfum gegn en viljum samt að einhver taki, til að þjóðfélagið fari ekki á hausinn. Þess vegna er hugmyndin um þjóðaratkvæðagreiðslur um stór mál og smá ekki góð - og einkum mál sem varða útgjöld. Þau sem heima sátu Af hverju var svona illa mætt? Fyrir því eru sjálfsagt ýmsar ástæður. Við þekkjum afstöðu lögfræðinganna úr Sjálfstæðisflokknum sem stjórnuðu landinu frá stríðslokum með nú heimsfrægum árangri: þeir höfðu aldrei heyrt hlægilegri hugmynd en þá að þjóðin ætti að kjósa til Stjórnlagaþings. Vera má að sumt fólk hafi lesið Moggann og hugsað sem svo: já þetta er alveg satt, auðvitað á ég ekki að hafa neitt um þessi mál að segja. Aðrir gætu hafa látið sér vaxa í augum hversu flókið það virtist að setja á blað allar þessar tölur. Og allt þetta fólk í framboði! Hvernig á maður að velja tuttugu og fimm manns úr fimm hundruð manna hópi þar sem maður þekkir meira og minna engan? Í aðra röndina var eitthvað hrífandi við þennan fjölda - hundrað blóm að streitast við að blómstra - og glettilega skemmtilegt að hlusta á viðtölin í útvarpinu þó að fólk væri vissulega mjög misjafnlega vel undirbúið - en eftir á að hyggja hefði kannski farið betur á því að setja einhverjar skorður, gera það að smáfyrirhöfn að bjóða sig fram, þannig að við hefðum fengið einungis þá frambjóðendur sem virkilega voru að þessu af heilum hug og jafnvel hugsjón. Þessar kosningar voru svolítið til marks um að enn eins og verið sé að impróvísera Ísland frá degi til dags. Um það þýðir ekki að fást. Því fylgdi einkennileg og góð tilfinning að vita nokkurn veginn hvað maður var að kjósa - að atkvæði manns myndi nýtast einhverju af því fólki sem maður valdi úr glæsilegum hópi, frekar en að það myndi að lokum gagnast einhverjum allt öðrum frambjóðanda úr allt öðrum flokki í allt öðru kjördæmi?… sem óneitanlega er fylgifiskur hlutfallskosninga í flokkakerfi sem endurspeglar ekki lengur ágreiningsmál og úrlausnarefni okkar daga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Minnihlutinn mætti. Meirihlutinn afþakkaði að taka þátt í Íslandssögunni. Meirihluti kjósenda hirti ekki um að velja sína fulltrúa til að setjast á rökstóla um það hvernig þjóðfélag skuli byggja hér upp á rústum sem eru ekki bara efnahagslegar heldur líka siðferðilegar, pólitískar, hugmyndalegar og lögfræðilegar. Um árabil höfum við fylgst með því hvernig Ísland hefur verið impróvíserað frá degi til dags, reglur sveigðar að þörfum eða hreinlega hundsaðar. Stjórnlagaþings bíður það verkefni að skrifa nótur; koma hér á meiri festu í starfsháttum með því að sjá til þess að "undirstaðan sé réttleg fundin". Því eins og ég heyrði Þórarin Eldjárn tala um á dögunum: stjórnarskrá er afleitt orð um fyrirbærið og væri nær að nota sama orðið og Danir sem tala um "grundlov" í þessu sambandi, grundvallarlög. Til hvers fulltrúalýðræðið? Minnihlutinn mætti - um 40 prósent segja menn á hádegi á sunnudegi þegar þetta er skrifað. Kannski ekki alveg jafn smánarlega fáir og mættu í atkvæðagreiðslu um Reykjavíkurflugvöll en fráleitt jafn margir og mættu í Icesave-atkvæðagreiðslu (63 prósent) til að greiða atkvæði um nei eða nei, en þó fyrst og fremst senda skýr skilaboð um að íslenska þjóðin teldi sig ekki bera ábyrgð á falli bankanna og gerði ekkert með þær skuldbindingar sem ráðamenn hennar hefðu undirgengist fyrir hennar hönd - það er að segja: hafnaði í reynd fulltrúalýðræðinu; tók umboðið af ráðherrum og samningamönnum í þessu tiltekna máli, sem enn er svífandi í einhvers konar ráðleysis-limbói. Kannski hefur fólki snúist hugur aftur. Fulltrúalýðræðið hefur nefnilega sína kosti. Við getum sett fólk sem við treystum í að ráða fram úr málum sem eru of flókin og sérhæfð til að við getum sjálf gert það - fólki sem við teljum að starfi í anda þeirrar lífsýnar sem við aðhyllumst sjálf. Og í framhaldi af því: Við getum sett fólk sem við treystum, teljum réttsýnt og sanngjarnt, í að taka ákvarðanir um þjóðarhag sem við myndum ekki vilja taka sjálf en vitum innst inni að þarf að taka: Óvinsælu ákvarðanirnar sem við tölum hástöfum gegn en viljum samt að einhver taki, til að þjóðfélagið fari ekki á hausinn. Þess vegna er hugmyndin um þjóðaratkvæðagreiðslur um stór mál og smá ekki góð - og einkum mál sem varða útgjöld. Þau sem heima sátu Af hverju var svona illa mætt? Fyrir því eru sjálfsagt ýmsar ástæður. Við þekkjum afstöðu lögfræðinganna úr Sjálfstæðisflokknum sem stjórnuðu landinu frá stríðslokum með nú heimsfrægum árangri: þeir höfðu aldrei heyrt hlægilegri hugmynd en þá að þjóðin ætti að kjósa til Stjórnlagaþings. Vera má að sumt fólk hafi lesið Moggann og hugsað sem svo: já þetta er alveg satt, auðvitað á ég ekki að hafa neitt um þessi mál að segja. Aðrir gætu hafa látið sér vaxa í augum hversu flókið það virtist að setja á blað allar þessar tölur. Og allt þetta fólk í framboði! Hvernig á maður að velja tuttugu og fimm manns úr fimm hundruð manna hópi þar sem maður þekkir meira og minna engan? Í aðra röndina var eitthvað hrífandi við þennan fjölda - hundrað blóm að streitast við að blómstra - og glettilega skemmtilegt að hlusta á viðtölin í útvarpinu þó að fólk væri vissulega mjög misjafnlega vel undirbúið - en eftir á að hyggja hefði kannski farið betur á því að setja einhverjar skorður, gera það að smáfyrirhöfn að bjóða sig fram, þannig að við hefðum fengið einungis þá frambjóðendur sem virkilega voru að þessu af heilum hug og jafnvel hugsjón. Þessar kosningar voru svolítið til marks um að enn eins og verið sé að impróvísera Ísland frá degi til dags. Um það þýðir ekki að fást. Því fylgdi einkennileg og góð tilfinning að vita nokkurn veginn hvað maður var að kjósa - að atkvæði manns myndi nýtast einhverju af því fólki sem maður valdi úr glæsilegum hópi, frekar en að það myndi að lokum gagnast einhverjum allt öðrum frambjóðanda úr allt öðrum flokki í allt öðru kjördæmi?… sem óneitanlega er fylgifiskur hlutfallskosninga í flokkakerfi sem endurspeglar ekki lengur ágreiningsmál og úrlausnarefni okkar daga.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun