Körfubolti

LeBron var með 41 stig fyrir Cleveland og Lakers endaði taphrinuna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Shannon Brown tók upp hanskann fyrir Kobe Bryant í nótt.
Shannon Brown tók upp hanskann fyrir Kobe Bryant í nótt. Mynd/AP

LeBron James var með 41 stig í 106-94 sigri Cleveland Cavaliers á Portland TrailBlazers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og meistararnir í Los Angeles Lakers náðu að enda tveggja leikja taphrinu sína með 95-77 sigri á Milwaukee Bucks.

LeBron James hitti úr öllum átta skotum sínum í fyrri hálfleik (20 stig) og endaði leikinn á því að hitta úr 13 af 19 skotum sínum og 12 af 14 vítum í þessum 12 stiga sigri Cleveland á Portland. Shaquille O'Neal var með 11 stig og 11 fráköst fyrir Cleveland. Brandon Roy skoraði 34 stig fyrir Blazers.

Kobe Bryant skoraði aðeins 12 stig og hitti bara úr 4 af 21 skoti sínu en það kom ekki að sök í 95-77 sigri Los Angeles Lakers á Milwaukee Bucks. Andrew Bynum var með 17 stig og 18 fráköst, Shannon Brown skoraði 19 stig og Jordan Farmar var með 15 af 17 stigum sínum í seinni hálfleik. Lakers-liðið hafði þarna getað tapað þriðja leiknum sínum í röð sem hafði ekki gerst í þrjú ár.

Chris Paul skoraði 8 af 26 stigum sínum á síðustu þremur mínútunum í 115-110 sigri New Orleans Hornets á Washington Wizards. Paul var einnig með 14 stig í leiknum en New Orleans vann þarna sinn sjötta leik í röð. Antawn Jamison skoraði 32 stig fyrir Washington.

Rajon Rondo var með þrefalda tvennu (22 stig, 13 stoðsendingar og 10 fráköst) þegar Boston Celtics vann 114-107 sigur á Toronto Raptors. Rasheed Wallace var með 29 stig fyrir Boston-liðið en Chris Bosh var með 31 stig og 13 fráköst hjá Toronto.

Manu Ginobili skoraði 21 stig þegar San Antonio Spurs vann 97-85 sigur á New Jersey Nets. Þetta var 34. tap Nets-liðsns í 37 leikjum. Brook Lopez var með 28 stig fyrir New Jersey.

Chris Kaman skoraði 22 stig og tók 14 fráköst í 94-84 sigri Los Angeles Clippers á Miami Heat. Baron Davis var með 14 stoðsendingar og 11 stig fyrir Clippers sem vann sinn sjötta heimaleik í röð. Dwyane Wade skoraði 24 stig fyrir Miami sem varð að sætta sig við fimmta tapið í síðustu sjö leikjum.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×