Viðskipti innlent

Á minna en ekkert og skuldar milljónir

ein verslana 10-11 Baugur eignaðist verslanir 10-11 í gegnum einkahlutafélagið Fjárfar. Verslanirnar voru fyrir skömmu teknar út úr Haga-samstæðunni. Fréttablaðið/vilhelm
ein verslana 10-11 Baugur eignaðist verslanir 10-11 í gegnum einkahlutafélagið Fjárfar. Verslanirnar voru fyrir skömmu teknar út úr Haga-samstæðunni. Fréttablaðið/vilhelm

Einkahlutafélagið Fjárfar tapaði 20,2 milljónum króna í fyrra samanborið við tæpan 22.500 króna hagnað árið á undan.

Félagið var stofnað árið 1998 og heyrði undir Baugs-samstæðuna. Þegar Jón Ásgeir Jóhannesson keypti Vöruveltuna, móðurfélag verslanakeðjunnar 10-11, síðla árs 1998 seldi hann 45 prósenta hlut til Fjárfars og annarra aðila.

Félagið var annað tveggja sem tengdust fyrstu kærum Skattrannsóknarstjóra í Baugsmálinu árið 2004. Málinu var síðar vísað frá dómi.

Samkvæmt ársreikningi Fjárfars fyrsta árið var eigið fé þess tvær milljónir króna en skuldir tæpar 456 milljónir. Eignir voru um og yfir einum milljarði króna fram til 2003 þegar eignir voru seldar.

Eftir það voru skuldir miklu meiri en eignir og eigið fé neikvætt upp á annað hundrað milljónir króna. Það sama var upp á teningnum í fyrra. Þá námu skuldir tæpum 175 milljónum króna og eigið fé var neikvætt um tæpar 150 milljónir. Eignir, sem fólust í skammtímakröfum, hljóðuðu upp á 25,3 milljónir króna.

Í uppgjöri Fjárfars segir að óljóst sé hver eigi hlutaféð. Jóhannes Jónsson, kenndur við Bónus, var eini skráði stjórnarmaðurinn fyrir tveimur árum. - jab








Fleiri fréttir

Sjá meira


×