Íslenski boltinn

Valur tvöfaldur meistari annað árið í röð

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Valsstúlkur fagna titlinum í kvöld.
Valsstúlkur fagna titlinum í kvöld. Mynd/HÞH
Valsstúlkur urðu Íslandsmeistarar í dag þegar þær unnu Aftureldingu 8-1 í Mosfellsbænum. Hagstæð úrslit gerðu það að verkum að liðið varð nokkuð óvænt meistari í dag.



Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði þrennu fyrir Val og liðið var miklu betra allan leikinn. Það fékk þó á sig mark eftir 10 sekúndur en það kom ekki að sök, átta mörk frá Hlíðarenda fylgdu í kjölfarið.



Þetta er fimmti Íslandsmeistaratitill Vals í röð og sá tíundi í sögunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×