Fastur í líkama rokkstjörnu 20. maí 2010 06:30 Sýning á verkum Erlings T. V. Klinbergberg verður opnuð í Hafnarborg í kvöld með virkjun þar sem fjöldi listamanna kemur fram. Sýning á verkum Erlings T. V. Klingenberg verður opnuð í Hafnarborg í kvöld. Yfirskrift sýningarinnar er: Það er erfitt að vera listamaður í líkama rokkstjörnu. Yfirskrift sýningarinnar vísar til umfjöllunarefnis sem Erling hefur talsvert fengist við en það er spurningin um það hvað það er að vera listamaður. „Þessi setning er búin að fylgja mér svolítið lengi. Þetta byrjaði í Kanada þegar ég var að tala við listamann þar. Við vorum að velta því fyrir okkur hvort það væri erfitt að vera listamaður í líkama rokkstjörnu eða rokkstjarna í líkama listamans," segir Erling, sem síðast hélt sýningar í Berlín og Danmörku. Sýningin í Hafnarborg verður opnuð með gjörningi eða virkjun eins og Erling vill kalla uppátækið. Þar beinir hann athyglinni að eigin persónu, líkama og tilvist og undirstrikar þessa þætti einnig í sýningunni með málverki og skúlptúr sem varpa fram spurningum um frummynd og eftirmynd, tilbúning og upprunaleika. Þátttakendur í virkjuninni eru The Stimulators, eða þau Helgi Svavar Helgason, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, Ómar Guðjónsson, Heiða Eiríks, Bóas Hallgrímsson og Óttarr Proppé. Auk þeirra tekur Kvennakór Öldutúns þátt og Karl Jóhann Jónsson og Klingenberg-klúbburinn sem er skipaður ungu fólki. „Þau eru í raun og veru að drífa listamanninn áfram. Ég verð svolítið myndlistarmaðurinn og þau verða tónlistarmaðurinn eða -mennirnir. Svo er einhver víxlverkun á milli og þau drífa listamanninn áfram í að skapa," segir Erling. „Ætli það séu ekki um 46 manns sem eru með mér í þessu. Við ætlum að reyna að byrja á slaginu átta." Erling T. V. Klingenberg hefur verið atkvæðamikill í íslensku listalífi á undanförnum árum en hann hefur um árabil rekið sýningarrýmið Kling og Bang ásamt öðrum listamönnum. Erling lauk prófi í myndlist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1994. Á meðan hann stundaði nám þar var hann skiptinemi við skólann Fachhochschule für Bildende Kunst í Kiel í Þýskalandi. Hann stundaði síðan framhaldsnám bæði í Þýskalandi og Kanada og lauk MFA-gráðu við Nova Scotia College of Art & Design í Halifax. Erling hefur tekið þátt í fjölda sýninga á Íslandi og erlendis. freyr@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Sjá meira
Sýning á verkum Erlings T. V. Klingenberg verður opnuð í Hafnarborg í kvöld. Yfirskrift sýningarinnar er: Það er erfitt að vera listamaður í líkama rokkstjörnu. Yfirskrift sýningarinnar vísar til umfjöllunarefnis sem Erling hefur talsvert fengist við en það er spurningin um það hvað það er að vera listamaður. „Þessi setning er búin að fylgja mér svolítið lengi. Þetta byrjaði í Kanada þegar ég var að tala við listamann þar. Við vorum að velta því fyrir okkur hvort það væri erfitt að vera listamaður í líkama rokkstjörnu eða rokkstjarna í líkama listamans," segir Erling, sem síðast hélt sýningar í Berlín og Danmörku. Sýningin í Hafnarborg verður opnuð með gjörningi eða virkjun eins og Erling vill kalla uppátækið. Þar beinir hann athyglinni að eigin persónu, líkama og tilvist og undirstrikar þessa þætti einnig í sýningunni með málverki og skúlptúr sem varpa fram spurningum um frummynd og eftirmynd, tilbúning og upprunaleika. Þátttakendur í virkjuninni eru The Stimulators, eða þau Helgi Svavar Helgason, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, Ómar Guðjónsson, Heiða Eiríks, Bóas Hallgrímsson og Óttarr Proppé. Auk þeirra tekur Kvennakór Öldutúns þátt og Karl Jóhann Jónsson og Klingenberg-klúbburinn sem er skipaður ungu fólki. „Þau eru í raun og veru að drífa listamanninn áfram. Ég verð svolítið myndlistarmaðurinn og þau verða tónlistarmaðurinn eða -mennirnir. Svo er einhver víxlverkun á milli og þau drífa listamanninn áfram í að skapa," segir Erling. „Ætli það séu ekki um 46 manns sem eru með mér í þessu. Við ætlum að reyna að byrja á slaginu átta." Erling T. V. Klingenberg hefur verið atkvæðamikill í íslensku listalífi á undanförnum árum en hann hefur um árabil rekið sýningarrýmið Kling og Bang ásamt öðrum listamönnum. Erling lauk prófi í myndlist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1994. Á meðan hann stundaði nám þar var hann skiptinemi við skólann Fachhochschule für Bildende Kunst í Kiel í Þýskalandi. Hann stundaði síðan framhaldsnám bæði í Þýskalandi og Kanada og lauk MFA-gráðu við Nova Scotia College of Art & Design í Halifax. Erling hefur tekið þátt í fjölda sýninga á Íslandi og erlendis. freyr@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Sjá meira