Íslenski boltinn

ÍBV og Þróttur upp í Pepsi deild kvenna

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Olga í leik með ÍBV.
Olga í leik með ÍBV.
ÍBV og Þróttur komust upp í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Liðin tryggðu sér sigur í úrslitakeppni 1. deildarinnar.

ÍBV vann Keflavík í kvöld 4-1 og samtals 8-1. Það spilaði síðast í úrvalsdeildinni árið 2005. Þá spilaði Olga Færseth með liðinu en hún skoraði einmitt fyrir Þrótt í kvöld.

Þróttur vann Selfoss 3-1 og samtals 4-2. ÍBV og Þróttur eiga eftir að mætast í úrslitaleik um sigur í 1. deildinni. Sá leikur er á sunnudaginn.

Tvö lið falla úr Pepsi-deildinni, Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar eru í tveimur neðstu sætunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×