Jón Ólafsson og Mike Tyson bestu vinir alfrun@frettabladid.is skrifar 3. júlí 2010 06:30 Jón og hnefaleikakappinn Mike Tyson mynduðu góðan vinskap á kvikmyndahátíðinni í Kazakstan þar sem þeir voru báðir gestir. „Tyson er ljúfur sem lamb,“ segir athafnamaðurinn og vatnskóngurinn Jón Ólafsson. Jón er nýkominn til Íslands eftir að hafa verið einn af alþjóðlegum gestum kvikmyndahátíðar í Kazakstan. Þar var hann í hóp með Hollywood-leikkonunni Hillary Swank, sænska leikaranum og líkamsræktarfrömuðinum Dolph Lundgren, kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein og hnefaleikakappanum Mike Tyson. Tyson og Jón urðu hinir mestu mátar meðan á dvölinni í Kazakstan stóð. „Tyson er stórvinur minn,“ segir Jón. „Ég var eiginlega settur í það að sjá um hann, enda ekki hver sem er sem ræður við kappann.“ Leikstjórinn Timur Bekmambetov, sem leikstýrði meðal annars kvikmyndunum NightWatch og Wanted, er upphafsmaður hátíðarinnar, en hann er góður vinur Jóns. „Timur bauð mér að koma á hátíðina og það var alveg svakalega gaman,“ segir Jón. „Við vorum þarna þrír boðsgestir sem vorum saman. Þeir vildu sem sagt vera með einn kvikmyndaframleiðanda, einn leikara og einn frumkvöðul, sem var ég. Þetta var bara alveg frábært,“ Jón bætir við að hann eigi heimboð inni hjá Tyson á heimili hans í Las Vegas. „Ég stefni á að heimsækja hann innan skamms.“ Hnefaleikakappinn var á hátíðinni til að kynna heimildarmyndina Tyson sem er um hann sjálfan en myndin kom út 2008. Jón ber myndinni vel söguna og segir hana lýsa Mike Tyson sem karakter. „Ég sá hana fyrst á Sundance hátíðinni í fyrra og hún er alveg mögnuð. Mæli hiklaust með henni,“ segir hann. Kvikmyndahátíðin, sem var haldin í fyrsta skipti í ár, ber nafnið Astana International Action Film Festival og er meðal annars sögð vera haldin til að varpa nýju ljósi á íbúa og menningu Kazakstans eftir að kvikmyndin Borat var talin afskræma ímynd landsins fyrir alla heimsbyggðina. Dolph Lundgren var þarna sem kynnir og Hillary Swank tók á móti verðlaunum. Fleiri stórlaxar í Hollywood voru einnig á svæðinu og fengu að kynnast landi og þjóð, enda Kazakstanar mjög stoltir af menningu sinni og urðu mjög fúlir þegar Borat kvikmyndin kom út. Þetta var í fyrsta sinn sem Jón kemur til Kazakstan og vitaskuld tók hann Icelandic Glacial vatnið með sér en hann segist sjaldan skilja það við sig. „Ég mun klárlega fara aftur. Landið er mjög fallegt og höfuðborgin Astana, þar sem hátíðin var haldin, er frábær.“ Innlent Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Sjá meira
„Tyson er ljúfur sem lamb,“ segir athafnamaðurinn og vatnskóngurinn Jón Ólafsson. Jón er nýkominn til Íslands eftir að hafa verið einn af alþjóðlegum gestum kvikmyndahátíðar í Kazakstan. Þar var hann í hóp með Hollywood-leikkonunni Hillary Swank, sænska leikaranum og líkamsræktarfrömuðinum Dolph Lundgren, kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein og hnefaleikakappanum Mike Tyson. Tyson og Jón urðu hinir mestu mátar meðan á dvölinni í Kazakstan stóð. „Tyson er stórvinur minn,“ segir Jón. „Ég var eiginlega settur í það að sjá um hann, enda ekki hver sem er sem ræður við kappann.“ Leikstjórinn Timur Bekmambetov, sem leikstýrði meðal annars kvikmyndunum NightWatch og Wanted, er upphafsmaður hátíðarinnar, en hann er góður vinur Jóns. „Timur bauð mér að koma á hátíðina og það var alveg svakalega gaman,“ segir Jón. „Við vorum þarna þrír boðsgestir sem vorum saman. Þeir vildu sem sagt vera með einn kvikmyndaframleiðanda, einn leikara og einn frumkvöðul, sem var ég. Þetta var bara alveg frábært,“ Jón bætir við að hann eigi heimboð inni hjá Tyson á heimili hans í Las Vegas. „Ég stefni á að heimsækja hann innan skamms.“ Hnefaleikakappinn var á hátíðinni til að kynna heimildarmyndina Tyson sem er um hann sjálfan en myndin kom út 2008. Jón ber myndinni vel söguna og segir hana lýsa Mike Tyson sem karakter. „Ég sá hana fyrst á Sundance hátíðinni í fyrra og hún er alveg mögnuð. Mæli hiklaust með henni,“ segir hann. Kvikmyndahátíðin, sem var haldin í fyrsta skipti í ár, ber nafnið Astana International Action Film Festival og er meðal annars sögð vera haldin til að varpa nýju ljósi á íbúa og menningu Kazakstans eftir að kvikmyndin Borat var talin afskræma ímynd landsins fyrir alla heimsbyggðina. Dolph Lundgren var þarna sem kynnir og Hillary Swank tók á móti verðlaunum. Fleiri stórlaxar í Hollywood voru einnig á svæðinu og fengu að kynnast landi og þjóð, enda Kazakstanar mjög stoltir af menningu sinni og urðu mjög fúlir þegar Borat kvikmyndin kom út. Þetta var í fyrsta sinn sem Jón kemur til Kazakstan og vitaskuld tók hann Icelandic Glacial vatnið með sér en hann segist sjaldan skilja það við sig. „Ég mun klárlega fara aftur. Landið er mjög fallegt og höfuðborgin Astana, þar sem hátíðin var haldin, er frábær.“
Innlent Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Sjá meira