Meinfyndinn Machete Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 9. nóvember 2010 07:00 Eini tilgangur Machete er að vera skemmtileg og það tekst henni ljómandi vel. Kitlar hún þar að auki svörtustu hláturtaugarnar. Bíó *** Machete Leikstjórar: Robert Rodriguez, Ethan Maniquis. Aðalhlutverk: Danny Trejo, Jessica Alba, Michelle Rodriguez, Jeff Fahey, Robert De Niro, Steven Seagal, Don Johnson, Cheech Marin, Lindsay Lohan. Þeir sem þekkja ekki nafn Danny Trejo þekkja þó líklega andlit hans. Hann er einn af þessum leikurum sem við höfum öll séð í milljón myndum, oftast í hlutverki hrotta, og aldrei í aðalhlutverki. Aldrei fyrr en nú. Í Machete leikur hann fyrrverandi lögreglumann frá Mexíkó sem er ólöglega búsettur í Bandaríkjunum og fær það vafasama verkefni að ráða þingframbjóðanda af dögum gegn greiðslu. Þeir sem fá hann til verksins eru þó ekki allir þar sem þeir eru séðir og fljótlega er lögreglumaðurinn sjálfur orðinn skotmark. Machete er sjálfmeðvituð B-mynd, hvers eini tilgangur er að vera skemmtileg og það tekst henni ljómandi vel. Kitlar hún þar að auki svörtustu hláturtaugarnar, en þeir sem þekkja til fyrri verka Roberts Rodriguez vita svo sem vel við hverju má búast í myndum hans. Leikararnir eru í miklu stuði og skemmtilegastur er sjálfur Danny Trejo. Michelle Rodriguez er án nokkurs vafa kynþokkafyllsti taco-sölumaður heims, og skúrkarnir voru allir góðir (De Niro, Fahey, Johnson og Seagal). Þeir voru bara of margir. Stærsti galli myndarinnar er þó lokauppgjörið. Þar er of mikið að gerast í einu og það endar bara einhvern veginn. Niðurstaða: Þrælskemmtileg hasarmynd af gamla skólanum, en missir dampinn eilítið í restina. Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bíó *** Machete Leikstjórar: Robert Rodriguez, Ethan Maniquis. Aðalhlutverk: Danny Trejo, Jessica Alba, Michelle Rodriguez, Jeff Fahey, Robert De Niro, Steven Seagal, Don Johnson, Cheech Marin, Lindsay Lohan. Þeir sem þekkja ekki nafn Danny Trejo þekkja þó líklega andlit hans. Hann er einn af þessum leikurum sem við höfum öll séð í milljón myndum, oftast í hlutverki hrotta, og aldrei í aðalhlutverki. Aldrei fyrr en nú. Í Machete leikur hann fyrrverandi lögreglumann frá Mexíkó sem er ólöglega búsettur í Bandaríkjunum og fær það vafasama verkefni að ráða þingframbjóðanda af dögum gegn greiðslu. Þeir sem fá hann til verksins eru þó ekki allir þar sem þeir eru séðir og fljótlega er lögreglumaðurinn sjálfur orðinn skotmark. Machete er sjálfmeðvituð B-mynd, hvers eini tilgangur er að vera skemmtileg og það tekst henni ljómandi vel. Kitlar hún þar að auki svörtustu hláturtaugarnar, en þeir sem þekkja til fyrri verka Roberts Rodriguez vita svo sem vel við hverju má búast í myndum hans. Leikararnir eru í miklu stuði og skemmtilegastur er sjálfur Danny Trejo. Michelle Rodriguez er án nokkurs vafa kynþokkafyllsti taco-sölumaður heims, og skúrkarnir voru allir góðir (De Niro, Fahey, Johnson og Seagal). Þeir voru bara of margir. Stærsti galli myndarinnar er þó lokauppgjörið. Þar er of mikið að gerast í einu og það endar bara einhvern veginn. Niðurstaða: Þrælskemmtileg hasarmynd af gamla skólanum, en missir dampinn eilítið í restina.
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira