Körfubolti

NBA-deildin: Jackson sigursælasti þjálfari í sögu Lakers

Ómar Þorgeirsson skrifar
Phil Jackson.
Phil Jackson. Nordic photos/AFP

Ellefu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem hæst bar að Phil Jackson stýrði LA Lakers til 99-97 sigurs gegn Charlotte Bobcats í Staples Center en þetta var 534. sigur Lakers undir stjórn Jackson og er hann nú orðinn sigursælasti þjálfari í sögu félagsins.

„Þetta er búið að vera frábært ferðalag. Það er náttúrulega frábært að fá að stýra liði sem þessu og að mínu mati snýst þetta ekki um eitthvað einstaklingsmet heldur er þetta öllum þeim frábæru leikmönnum og aðstandendum sem hafa verið hjá Lakers undanfarið," sagði Jackson að tilefninu.

Jackson og Pat Riley voru efstir og jafnir 533 sigra og flestir bjuggust við því að Jackson myndi skjótast á toppinn á dögunum en þá tapaði Lakers óvænt fyrir Memphis Grizzlies.

Lamar Odom skoraði 19 stig fyrir Lakers í nótt en Andrew Bynum var með 17 stig og 14 fráköst.

Úrslitin í nótt:

LA LAkers-Charlotte 99-97

Atlanta-LA Clippers 103-97

Philadelphia-Chicago 106-103

Toronto-New Jersey 108-99

New York-Washington 107-85

Boston-Miami 107-102

New Orleans-Oklahoma City 99-103

Dallas-Golden State 110-101

Utah-Portland 118-105

Sacramento-San Antonio 113-115

Denver-Phoenix 97-109





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×