Tíska og hönnun

Fékk innblástur frá bróður sínum sem er fallinn frá

Í meðfylgjandi myndskeiði sem tekið var í Bleika boðinu á vegum Krabbameinsfélagsins 22. október síðastliðinn í Háskólanum í Reykjavík, segir Anna Kristín Magnúsdóttir, sem er útlærður fatahönnuður frá Margrethe skolen í Kaupmannahöfn, frá fyrirtækinu hennar My beautiful Raven.

„Hönnunarlínan hjá My beautiful Raven var innblástur frá þessum þjóðarfugli Íslendinga, Hrafninn, og fallega bróður mínum, Hrafni sem var mér svo mikill innblástur," sagði Anna Kristín en bróðir hennar Hrafn féll frá í júní í fyrra.

„Í hönnunarlínunni eru fáanleg yfirhafnir sem hjálpar hverri konu að finna Raven inni í sér. Svo er ég með línuna ANNA design sem er byggð á aukahlutum, kjólum og toppum. Þetta er falleg lína sem konur geta fundið eitthvað sem hentar vel í fataskápinn"

„MB Raven einbeitir sér að því að byggja upp öðruvísi og stórglæsilega yfirhafnir fyrir konur úr framúrskarandi íslenskum gæðum. Vörurnar frá My beautiful Raven eru gerðar úr íslenskri ull, íslensku mokkaskinni, laxa- og karfaleður," sagði Anna Kristín.

Anna Kristín á Facebook (Anna Design).

MBRaven.com






Fleiri fréttir

Sjá meira


×