Íslenski boltinn

Andrés Ellert: Gríðarleg seigla í þessum stelpum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Andrés Ellert Ólafsson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur með stig á Valsvellinum eftir jafntefli sinna stúlkna gegn núverandi meisturum Vals. Hann var þó að vonum vonsvikinn með að fá á sig mark á síðustu stundu.

„Við erum svekkt að fá á okkur mark en þetta var góður leikur,“ sagði Andrés. „Ég er þó svekktur að hafa ekki náð að setja síðasta markið hérna undir lokin.“

Mikill hraði var í leiknum undir lokin en leikmenn áttu tvö sláarskot í uppbótartíma og þá varði María Björg Ágústdóttir, markvörður Vals, glæsilega frá Ingu Birnu Friðjónsdóttur. „Þetta var á báða bóga. Þær fengu sín færi og við okkar,“ sagði Andrés.

Varamenn Stjörnunnar komu afar sterkir inn í leikinn og þá sérstaklega Inga Birna Friðjónsdóttir sem skoraði mark Stjörnustúlkna og átti sláarskot í uppbótartíma er hún komst framhjá Maríu í marki Valsara.

„Við erum komin með stærri og breiðari hóp,“ sagði Andrés. „Við getum verið að breyta til, breytt um leikaðferð sem ber stundum árangur og stundum ekki.“

Stjörnustúlkur spiluðu hinsvegar vel eftir að hafa tapað óvænt gegn Haukum í síiðustu umferð og geta þær tekið margt jákvætt með sér í næsta leik gegn Fylki á heimavelli.

„Það er gríðarleg seigla í þessum stelpum. Það var áfall að tapa fyrir Breiðabliki og Haukum og þurftu leikmenn rífa sig upp úr því. Það gerðu þær vel,“  sagði Andrés.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×