Meira kínverskt takk Jónas Sen skrifar 20. desember 2010 06:00 Kínversk Norðurljós. Tónlist HH Kínversk norðurljós Xu Wen sópran ásamt Örnu Rún Atladóttur píanóleikara Kínversk þjóðlög heyrast ekki oft hér á landi. Geislaplata með sópransöngkonunni Xu Wen, sem hefur búið á hér á landi í rúm tuttugu ár, er því skemmtileg viðbót í tónlistarflóruna. Röddin er björt og hrein, og lögin eru sungin af tilfinningu og einlægni. Þetta er falleg tónlist, og það er synd að lögin eru aðeins fjögur. Xu Wen hefur ekki verið áberandi í tónlistarlífinu, a.m.k. ekki á Íslandi. Hún ætlar greinilega að bæta úr því og kynna hlustendum sem flestar hliðar á sjálfri sér. Ég held að það séu mistök. Geislaplatan inniheldur nokkurs konar bland-í-poka-dagskrá, þarna eru fimm grísk þjóðlög í útfærslu Maurice Ravels, nokkur lög eftir Sigvalda Kaldalóns og fáeinar aríur. Það er tónlist sem passar ekkert voðalega vel saman. Þetta er ekki bara hlaup og súkkulaði, heldur líka hákarl og harðfiskur. Ef hægt er að nota þá líkingu. Svona ósamstæð dagskrá gerir geislaplötuna í heild ekkert sérstaklega girnilega. Það er vaðið úr einu í annað. Xu Wen er samt prýðileg söngkona. En konseptið er ekki nógu skýrt. Hefði ekki verið meira spennandi að hafa eingöngu kínversk þjóðlög á plötunni? Eitthvað alveg einstætt í íslensku tónlistarlífi? Þannig plata myndi vekja mikla athygli. Niðurstaða: Xu Wen er flott söngkona en lagavalið á geislaplötunni er ósamstætt. Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist HH Kínversk norðurljós Xu Wen sópran ásamt Örnu Rún Atladóttur píanóleikara Kínversk þjóðlög heyrast ekki oft hér á landi. Geislaplata með sópransöngkonunni Xu Wen, sem hefur búið á hér á landi í rúm tuttugu ár, er því skemmtileg viðbót í tónlistarflóruna. Röddin er björt og hrein, og lögin eru sungin af tilfinningu og einlægni. Þetta er falleg tónlist, og það er synd að lögin eru aðeins fjögur. Xu Wen hefur ekki verið áberandi í tónlistarlífinu, a.m.k. ekki á Íslandi. Hún ætlar greinilega að bæta úr því og kynna hlustendum sem flestar hliðar á sjálfri sér. Ég held að það séu mistök. Geislaplatan inniheldur nokkurs konar bland-í-poka-dagskrá, þarna eru fimm grísk þjóðlög í útfærslu Maurice Ravels, nokkur lög eftir Sigvalda Kaldalóns og fáeinar aríur. Það er tónlist sem passar ekkert voðalega vel saman. Þetta er ekki bara hlaup og súkkulaði, heldur líka hákarl og harðfiskur. Ef hægt er að nota þá líkingu. Svona ósamstæð dagskrá gerir geislaplötuna í heild ekkert sérstaklega girnilega. Það er vaðið úr einu í annað. Xu Wen er samt prýðileg söngkona. En konseptið er ekki nógu skýrt. Hefði ekki verið meira spennandi að hafa eingöngu kínversk þjóðlög á plötunni? Eitthvað alveg einstætt í íslensku tónlistarlífi? Þannig plata myndi vekja mikla athygli. Niðurstaða: Xu Wen er flott söngkona en lagavalið á geislaplötunni er ósamstætt.
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira