Tíska og hönnun

Hermés með Zorró-hatta

Skemmtilegar andstæður; svart og hvítt, leður og silki.
Skemmtilegar andstæður; svart og hvítt, leður og silki.
Fylgihlutirnir í línu Hermés settu punktinn yfir i-ið.

Zorró og bresk yfirstétt nýttust sem skáldagyðjur nýjustu línu Hermés fyrir vor og sumar næsta árs.



Fyrir vor- og sumarlínu Hermés var það meistarinn Jean Paul Gaultier sem þar stóð að baki. Gaultier sótti innblástur sinn auðsjáanlega til breskra reiðmanna með göfugan uppruna enda fötin afar elegant.

Sumir myndu jafnvel meina að hinn suðræni Zorró hefði komið við sögu þar sem fötin voru kynþokkafull með afar kvenlegu sniði. Leður og fínt silki voru áberandi auk fylgihlutanna sem settu punktinn yfir i-ið; svartir hattar, flott belti, reiðstígvél og hanskar úr leðri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×