Gagnrýni

Fín lög, frábærar útsetningar

Trausti Júlíusson skrifar
Here með Önnu Halldórsdóttur.
Here með Önnu Halldórsdóttur.
Tónlist / ***

Here

Anna Halldórsdóttir

Anna Halldórsdóttir sendi frá sér tvær plötur sem þóttu lofa góðu undir lok síðustu aldar. Síðan hefur farið frekar lítið fyrir Önnu, en hún hefur undanfarið búið og starfað í New York. Þessi nýja plata, Here, var tekin upp á íslenskum sveitabæ seint í fyrra. Öll lög og textar eru eftir Önnu, en það var Davíð Þór Jónsson sem sá um upptökustjórn og spilaði á flest hljóðfærin. Auk hans og Önnu komu m.a. við sögu Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari og Ólöf Arnalds sem spilaði á fiðlu, víólu og charango.

Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki hugmynd um hverju ég átti að búast við þegar ég setti þessa plötu í tækið. Útkoman kom skemmtilega á óvart.

Anna er fínn lagasmiður og góður túlkandi og hljóðfæraleikur og hljómur á Here eru fyrsta flokks. Tónlistin er róleg og persónuleg. Hún minnir stundum á Tori Amos eða jafnvel Kate Bush, en stærsti kostur plötunnar felst í því hvað útsetningarnar eru vel heppnaðar. Þær gefa hverju lagi karakter og búa til sterka og sannfærandi heild úr þessum þrettán lögum.

Niðurstaða: Tólf árum eftir síðustu plötu kemur sterk og persónuleg plata frá Önnu Halldórsdóttur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×