Fótbolti

Villarreal fór upp fyrir Barcelona í spænsku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Santi Cazorla, fyrirliði Villarreal, skoraði tvö mörk í kvöld.
Santi Cazorla, fyrirliði Villarreal, skoraði tvö mörk í kvöld. Mynd/AP
Villarreal komst upp í 2. sætið í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld með því að vinna 3-2 útisigur á Malaga en öll fimm mörk leiksins komust á fyrstu 34 mínútunum. Villarreal fór upp fyrir Barcelona á markatölu en er einu stigi eftir toppliði Valencia.

Eliseu kom Malaga í 1-0 á 4. mínútu en Santi Cazorla og Giuseppe Rossi svöruðum fyrir Villarreal með tveimur mörkum með þriggja mínútna millibili. Jose Salomon Rondon jafnaðí metin í 2-2 á 30. mínútu en fjórum mínútum síðar skoraði Santi Cazorla sitt annað mark sem reyndist síðan vera sigurmarkið.

Barcelona er í 3. sæti eftir 3-1 sigur á Athletic Bilbao um helgina en markalaust jafntefli Real Madrid á móti Levante þýðir að lærisveinar Jose Mourinho eru í 4.sætinu stigi á eftir Barcelona og tveimur stigum á eftir toppliði Valencia.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×