Körfubolti

James valinn bestur með yfirburðum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
James með verðlaunin sín.
James með verðlaunin sín.

LeBron James var um helgina valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar annað árið í röð. James hlaut yfirburðakosningu.

James tók við verðlaununum í heimabæ sínum, Akron, þar sem samankomnir voru félagar hans í Cleveland-liðinu, vinir úr framhaldsskóla og aðrir sem honum tengjast.

Stórstjarnan var auðmjúk er hann tók við verðlaunum sínum og sagði þau vera liðsfélögum sínum að þakka sem hann kallaði síðan upp á svið til sín.

James fékk 116 atkvæði í fyrsta sætið af 123 mögulegum. Kevin Durant hjá Oklahoma fékk fjögur atkvæði í efsta sætið og þrír settu Dwight Howard efstan.

Kobe Bryant fékk engin atkvæði í efsta sætið og varð í þriðja sæti í kjörinu. Durant varð annar og Howard fjórði.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×