Lífið

Hlustendaverðlaun FM 957 ráðast með nokkrum atkvæðum

Tinni Sveinsson skrifar
Ætli Haffi Haff fái verðlaun? Hann er tilnefndur sem Söngvari ársins, í flokknum Bestir á sviði og í flokknum Lag ársins fyrir Give Me Sexy.
Ætli Haffi Haff fái verðlaun? Hann er tilnefndur sem Söngvari ársins, í flokknum Bestir á sviði og í flokknum Lag ársins fyrir Give Me Sexy.
„Það er gaman að sjá hvað kosningin stendur tæpt í mörgum flokkum. Þetta mun líklegast ráðast með nokkurra atkvæða mun þegar uppi er staðið," segir Heiðar Austmann, dagskrárstjóri FM 957.

Hlustendaverðlaun FM 957 fara fram á Nasa við Austurvöll á fimmtudag og hefur kosning fyrir verðlaunin staðið yfir í tæpan mánuð hér á Vísi. Fjöldi hlustenda hefur kosið og eru línur farnar að skýrast í sumum flokkum en aðrir eru galopnir og æsispennandi á lokasprettinum. Nú fer hver að verða síðastur að veita sitt atkvæði en kosningin fer fram hér. Lokað verður fyrir ný atkvæði á hádegi á fimmtudag.

Hlustendaverðlaunin fara fram í tíunda sinn á fimmtudag og verður hátíðin stjörnum prýdd. Allir tilnefndir hafa boðað komu sína enda aldrei að vita nema þeir endi með Hlustendaverðlaunin eftirsóttu í kjöltunni.

Tónlistaratriðin eru eintómar sprengjur. Blazroca og Sykur, Haffi Haff, Friðrik Dór, Veðurguðirnir, Hvanndalsbræður og Dikta flytja nokkur af vinsælustu lögum ársins.

Hægt er að kaupa miða á hátíðina hér á midi.is. Dyrnar á Nasa opnast klukkan 20.30 á fimmtudagskvöld og hátíðin hefst klukkan 21.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.