Fótbolti

Real Madrid búið að fá sinn eigin Pedro

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pedro León sólar hér Pepe í leik á móti Real Madrid á síðasta tímabili.
Pedro León sólar hér Pepe í leik á móti Real Madrid á síðasta tímabili. Mynd/AFP
Real Madrid gekk í dag frá kaupunum á Pedro León frá Getafe og José Mourinho er því búinn að fá þrjá leikmenn til liðsins síðan að hann tók við á Santiago Bernabéu. Hinir eru Angel Di Maria frá Benfica og Sergio Canales frá Racing Santander. Pedro mun kosta Real Mardi um tíu milljónir evra.

Pedro León er 23 ára vængmaður sem minnir mikið á Pedro Rodríguez sem hefur slegið í gegn hjá Barcelona og spænska landsliðinu. Real-menn vonast því til þess að vera komnir með sinn eigin Pedro fyrir einvígið við Barcelona um spænska meistaratitilinn á næsta tímabili.

Pedro León skoraði 8 mörk og gaf 8 stoðsendingar hjá Getafe á síðasta tímabili og hjálpaði liðinu að ná sjötta sætinu í deildinni sem er besti árangur félagsins frá upphafi.

Real Madird verður fimmta félag Pedro León á fimm árum en han lék með Real Murcia (2006-07), Levante (2007-08), Valladolid (2008-09) og svo Getafe á síðasta tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×