Körfubolti

Haukar í úrvalsdeild

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fyrrum KR-ingurinn Semaj Inge átti flottan leik fyrir Hauka í kvöld.
Fyrrum KR-ingurinn Semaj Inge átti flottan leik fyrir Hauka í kvöld. Mynd/Valli

Haukar tryggðu sér í kvöld sæti í Iceland Express-deild karla á næstu leiktíð er liðið lagði Val öðru sinni. Að þessu sinni 73-82.

Það var KR-ingurinn fyrrverandi, Semaj Inge, sem var maðurinn á bakvið sigur Hauka í kvöld en hann hefur reynst liðinu vel síðan hann kom í Hafnarfjörðinn úr Vesturbænum.

Það þurfti tvo sigra í þessari rimmu til að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni að ári og það gerðu Haukar með glæsibrag í kvöld.

Valur-Haukar 73-82

Valur: Hörður Helgi Hreiðarsson 21/11 fráköst/4 varin skot, Guðmundur Kristjánsson 13, Byron Davis 12/5 fráköst, Sigurður Friðrik Gunnarsson 9/6 fráköst, Snorri Páll Sigurðsson 8/6 fráköst/9 stoðsendingar, Pétur Þór Jakobsson 5, Þorgrímur Guðni Björnsson 3/5 fráköst, Benedikt Palsson 2,

Haukar: Semaj Inge 27/11 fráköst/6 stoðsendingar, Davíð Páll Hermannsson 16/4 fráköst, Sævar Ingi Haraldsson 14/5 fráköst, Helgi Björn Einarsson 13/5 fráköst, Óskar Ingi Magnússon 7/7 fráköst, Örn Sigurðarson 2, Lúðvík Bjarnason 2, Emil Barja 1.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×