Hvað á þetta að þýða! Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 7. október 2010 06:00 Stjórnarandstaðan mætti ekki á fund ráðherra var fyrirsögn fréttar á Vísir.is í gær. Svo ég vitni nánar í fréttina átti á fundinum að ræða aðgerðir til að koma til móts við skuldavanda heimilanna! Enginn fulltrúi stjórnarandstöðunnar mætti en í Fréttablaðinu í gær var haft eftir forsætisráðherranum á forsíðunni að stjórnarandstaðan hefði víst ekki tekið vel í samstarf. Þvílíkur argasti dónaskapur við fólkið í landinu segi ég nú bara! Finnst þessum „háttvirtu" þingmönnum nú vera staður og stund til að snúa upp á sig? Hagsmunir hverra eru í fyrirrúmi, flokksins eða fólksins í landinu? Formaður Framsóknarflokksins sagðist fyrir löngu hafa lagt til samstarf, en enginn hafi hlustað. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagðist ekkert fundarboð hafa fengið en vildi jafnframt ekkert segja um það hvort hún hefði mætt ef fundarboð hefði borist, svo ég vitni aftur í fréttina á Vísir.is. Vildi fyrst fá staðfestingu á því að ríkisstjórnin meinti eitthvað með yfirlýsingum sínum um að finna lausnir á vandanum! Ég er ekkert endilega yfir mig ánægð með aðgerðir sitjandi ríkisstjórnar. Skerðing á barnabótum og stytting fæðingarorlofs finnst mér í hrópandi ósamræmi við norræna velferðarstefnu. Að ég tali nú ekki um þær fyrirætlanir að leggja niður fæðingarþjónustu í Vestmannaeyjum. Ætli við förum þá að sjá fyrirsagnir í blöðum eins og „Fæddist milli lands og Eyja" eða „Herjólf tók niðri í Landeyjahöfn í morgun, við það fæddist barn"! Ég ætla ríkisstjórninni þó ekki að meina ekkert með því að vilja finna lausnir á vandanum. Það er frekar að ég gruni þá sem mæta ekki á boðaða fundi, þar sem ræða á lausnir á skuldavanda heimilanna, um að meina ekkert með yfirlýsingum sínum. Sjálfsagt halda þingmenn stjórnarandstöðunnar að mótmæli fólks á Austurvelli beinist eingöngu að ríkisstjórninni en ekki að þeim. Margir þeirra eiga þó „heiðurinn" af ástandi heimilanna í dag. Ég held að háttvirtum þingmönnum sé alveg óhætt að taka þessi mótmæli til sín, öllum sem einum, hvaða flokki sem þeir tilheyra. Alveg er ég orðin hundleið á þessum pólitíska leik, stælum og karpi meðan heimilin rekur undan straumi. Tíminn er að renna út og er þegar runnin út hjá mörgum. Ég tek því undir með gamalli vinkonu minni úr skemmtiþættinum Svalbarða sem bálreið leið enga vitleysu, „Hvað á þetta að þýða?!" Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Skoðanir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Stjórnarandstaðan mætti ekki á fund ráðherra var fyrirsögn fréttar á Vísir.is í gær. Svo ég vitni nánar í fréttina átti á fundinum að ræða aðgerðir til að koma til móts við skuldavanda heimilanna! Enginn fulltrúi stjórnarandstöðunnar mætti en í Fréttablaðinu í gær var haft eftir forsætisráðherranum á forsíðunni að stjórnarandstaðan hefði víst ekki tekið vel í samstarf. Þvílíkur argasti dónaskapur við fólkið í landinu segi ég nú bara! Finnst þessum „háttvirtu" þingmönnum nú vera staður og stund til að snúa upp á sig? Hagsmunir hverra eru í fyrirrúmi, flokksins eða fólksins í landinu? Formaður Framsóknarflokksins sagðist fyrir löngu hafa lagt til samstarf, en enginn hafi hlustað. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagðist ekkert fundarboð hafa fengið en vildi jafnframt ekkert segja um það hvort hún hefði mætt ef fundarboð hefði borist, svo ég vitni aftur í fréttina á Vísir.is. Vildi fyrst fá staðfestingu á því að ríkisstjórnin meinti eitthvað með yfirlýsingum sínum um að finna lausnir á vandanum! Ég er ekkert endilega yfir mig ánægð með aðgerðir sitjandi ríkisstjórnar. Skerðing á barnabótum og stytting fæðingarorlofs finnst mér í hrópandi ósamræmi við norræna velferðarstefnu. Að ég tali nú ekki um þær fyrirætlanir að leggja niður fæðingarþjónustu í Vestmannaeyjum. Ætli við förum þá að sjá fyrirsagnir í blöðum eins og „Fæddist milli lands og Eyja" eða „Herjólf tók niðri í Landeyjahöfn í morgun, við það fæddist barn"! Ég ætla ríkisstjórninni þó ekki að meina ekkert með því að vilja finna lausnir á vandanum. Það er frekar að ég gruni þá sem mæta ekki á boðaða fundi, þar sem ræða á lausnir á skuldavanda heimilanna, um að meina ekkert með yfirlýsingum sínum. Sjálfsagt halda þingmenn stjórnarandstöðunnar að mótmæli fólks á Austurvelli beinist eingöngu að ríkisstjórninni en ekki að þeim. Margir þeirra eiga þó „heiðurinn" af ástandi heimilanna í dag. Ég held að háttvirtum þingmönnum sé alveg óhætt að taka þessi mótmæli til sín, öllum sem einum, hvaða flokki sem þeir tilheyra. Alveg er ég orðin hundleið á þessum pólitíska leik, stælum og karpi meðan heimilin rekur undan straumi. Tíminn er að renna út og er þegar runnin út hjá mörgum. Ég tek því undir með gamalli vinkonu minni úr skemmtiþættinum Svalbarða sem bálreið leið enga vitleysu, „Hvað á þetta að þýða?!"