Dýr og volgur Pawel Bartoszek skrifar 29. janúar 2010 06:00 Þegar lög um bann við smásölu áfengis kl. 20 á kvöldin voru afnumin í Danmörku á einn stuðningsmaður breytinganna að hafa sagt: „Hvers vegna á hafa það bannað að selja áfengi einmitt á þeim tíma sem menn þurfa mest á því að halda?" Á Íslandi er þessu þveröfugt farið. Sama hvar menn standa í flokki, virðast allir sammála um að því torfundnara og dýrara sem áfengi er því betra. Íslendingar feta auðvitað engan meðalveg með áfengislöggjöf sinni. Af íbúum OECD ríkja búa einungis um það bil 10 prósent á svæðum þar sem ríkið fer með einhvers konar einokun á áfengissölu. Aðeins á Íslandi, í Svíþjóð, Utah og á nokkrum stöðum í Kanada er einokunin nær alger, á flestum hinna staðanna má engu að síður kaupa bjór í matvörumörkuðum og víða léttvín einnig. Sé litið til áfengiskaupaaldurs á þessum svæðum er það einungis Utah-fylki sem getur státað af hærra aldursmarki til áfengiskaupa en þar, líkt og annars staðar í Bandaríkjunum, er aldurinn 21 ár. Áfengisskattar á Íslandi eru síðan í algjörum sérflokki. Hérlend áfengisstefna er því, þegar á heildina er litið, ein sú allra íhaldssamasta meðal vestrænna ríkja, en einungis 2 prósent Vesturlandabúa búa við strangari löggjöf um þessi mál. Það er því nánast ótrúlegt að tekist hefur að snúa umræðunni á þann veg að öfgarnar séu þeirra sem vilji færa stefnuna örfá skref inn á miðjuna, en ekki þeirra sem standa vörð um sannkallaða jaðarpólitík. Menn eru kallaðir öfgamenn og klæddir í stuttbuxur af andstæðingum sínum fyrir þá afar hófsömu skoðun að ríkiseinokun sé ekki forsenda ábyrgrar smásölu áfengis. Menn eru sagðir vera popúlistar og vega að barnæsku landsins fyrir það eitt að telja ekki rétt að banna ákveðnum hluta fullorðins fólks að neyta löglegrar vöru. Stærsti sigur orðræðunnar er að tekist hefur að sannfæra stóran hluta frjálslyndra Íslendinga um að skoðanir þeirra séu í raun afar barnalegar eða í besta falli ótímabærar. Stuðningsmenn breytinga halda sig því til hlés á meðan andstæðingarnir sitja ekki á skoðunum sínum. Í vikunni mátti heyra fréttir af því að starfshópur á vegum fjármálaráðherra muni leggja til enn frekari hækkanir á áfengisverði, enda sé enn talsvert „svigrúm" til þess að mati nefndarmanna. Nefndarmenn eiga raunar dálítið hrós fyrir að hafa tekist að láta jafnóvísindalega og merkingarlausa fullyrðingu hljóma jafnfaglega og raun ber vitni. Hvenær ætti þetta svigrúm til frekari hækkana áfengi í raun að vera uppurið? Hvenær mun ekki vera hægt að rökstyðja, með vísan til aukinna tekna ríkissjóðs og „lýðheilsusjónarmiða", að áfengisgjaldið sé hækkað? Bara um nokkrar krónur til viðbótar. En það eru sem betur fer ekki aðeins vondar fréttir sem berast frá umræddum starfshópi. Í fréttum vikunnar mátti einnig heyra að hugsanlega stæði til að endurskoða áfengiskaupaaldur í samræmi við önnur réttindi. Þýði þetta lækkun áfengiskaupaaldurs niður í 18 ár eru það jákvæðar fréttir en auðvitað ber að forðast of mikla bjartsýni. Varla er til það góða framfaramál sem íhaldsmenn allra flokka geta ekki stöðvað eða svæft í meðförum þingsins. Á öðrum vígstöðvum er ekki margs nýs að vænta. Standa á vörð um einokunarhlutverk ÁTVR, og raunar áformað að „styrkja stöðu ÁTVR". Pistlahöfundi liggur raunar mikil forvitni á að vita hvernig unnt sé að styrkja enn frekar stöðu opinbers einokunarrisa sem verslar með vörur sem flest fólk kaupir sama hvað. Þau tíðindi að ekki standi til að leyfa sölu á bjór og léttvínum í matvöruverslunum geta hins vegar ekki kallast sérstök vonbrigði í ljósi þess hvernig valdahlutföll á Alþingi eru nú um stundir. Vonbrigðin eru þau að á þeim hartnær tveimur áratugum sem hægrimenn sátu við völd hafi þeir ekki haft dug til að stíga þetta sjálfsagða skref. Hefði það verið gert væri að minnsta kosti hægt að vísa í einn jákvæðan og varanlegan ávinning af valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Setningin „áður en Davíð Oddsson komst til valda, þurfti að sýna flugmiða til að kaupa gjaldeyri" hefur nefnilega glatað sínum fyrri gljáa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun
Þegar lög um bann við smásölu áfengis kl. 20 á kvöldin voru afnumin í Danmörku á einn stuðningsmaður breytinganna að hafa sagt: „Hvers vegna á hafa það bannað að selja áfengi einmitt á þeim tíma sem menn þurfa mest á því að halda?" Á Íslandi er þessu þveröfugt farið. Sama hvar menn standa í flokki, virðast allir sammála um að því torfundnara og dýrara sem áfengi er því betra. Íslendingar feta auðvitað engan meðalveg með áfengislöggjöf sinni. Af íbúum OECD ríkja búa einungis um það bil 10 prósent á svæðum þar sem ríkið fer með einhvers konar einokun á áfengissölu. Aðeins á Íslandi, í Svíþjóð, Utah og á nokkrum stöðum í Kanada er einokunin nær alger, á flestum hinna staðanna má engu að síður kaupa bjór í matvörumörkuðum og víða léttvín einnig. Sé litið til áfengiskaupaaldurs á þessum svæðum er það einungis Utah-fylki sem getur státað af hærra aldursmarki til áfengiskaupa en þar, líkt og annars staðar í Bandaríkjunum, er aldurinn 21 ár. Áfengisskattar á Íslandi eru síðan í algjörum sérflokki. Hérlend áfengisstefna er því, þegar á heildina er litið, ein sú allra íhaldssamasta meðal vestrænna ríkja, en einungis 2 prósent Vesturlandabúa búa við strangari löggjöf um þessi mál. Það er því nánast ótrúlegt að tekist hefur að snúa umræðunni á þann veg að öfgarnar séu þeirra sem vilji færa stefnuna örfá skref inn á miðjuna, en ekki þeirra sem standa vörð um sannkallaða jaðarpólitík. Menn eru kallaðir öfgamenn og klæddir í stuttbuxur af andstæðingum sínum fyrir þá afar hófsömu skoðun að ríkiseinokun sé ekki forsenda ábyrgrar smásölu áfengis. Menn eru sagðir vera popúlistar og vega að barnæsku landsins fyrir það eitt að telja ekki rétt að banna ákveðnum hluta fullorðins fólks að neyta löglegrar vöru. Stærsti sigur orðræðunnar er að tekist hefur að sannfæra stóran hluta frjálslyndra Íslendinga um að skoðanir þeirra séu í raun afar barnalegar eða í besta falli ótímabærar. Stuðningsmenn breytinga halda sig því til hlés á meðan andstæðingarnir sitja ekki á skoðunum sínum. Í vikunni mátti heyra fréttir af því að starfshópur á vegum fjármálaráðherra muni leggja til enn frekari hækkanir á áfengisverði, enda sé enn talsvert „svigrúm" til þess að mati nefndarmanna. Nefndarmenn eiga raunar dálítið hrós fyrir að hafa tekist að láta jafnóvísindalega og merkingarlausa fullyrðingu hljóma jafnfaglega og raun ber vitni. Hvenær ætti þetta svigrúm til frekari hækkana áfengi í raun að vera uppurið? Hvenær mun ekki vera hægt að rökstyðja, með vísan til aukinna tekna ríkissjóðs og „lýðheilsusjónarmiða", að áfengisgjaldið sé hækkað? Bara um nokkrar krónur til viðbótar. En það eru sem betur fer ekki aðeins vondar fréttir sem berast frá umræddum starfshópi. Í fréttum vikunnar mátti einnig heyra að hugsanlega stæði til að endurskoða áfengiskaupaaldur í samræmi við önnur réttindi. Þýði þetta lækkun áfengiskaupaaldurs niður í 18 ár eru það jákvæðar fréttir en auðvitað ber að forðast of mikla bjartsýni. Varla er til það góða framfaramál sem íhaldsmenn allra flokka geta ekki stöðvað eða svæft í meðförum þingsins. Á öðrum vígstöðvum er ekki margs nýs að vænta. Standa á vörð um einokunarhlutverk ÁTVR, og raunar áformað að „styrkja stöðu ÁTVR". Pistlahöfundi liggur raunar mikil forvitni á að vita hvernig unnt sé að styrkja enn frekar stöðu opinbers einokunarrisa sem verslar með vörur sem flest fólk kaupir sama hvað. Þau tíðindi að ekki standi til að leyfa sölu á bjór og léttvínum í matvöruverslunum geta hins vegar ekki kallast sérstök vonbrigði í ljósi þess hvernig valdahlutföll á Alþingi eru nú um stundir. Vonbrigðin eru þau að á þeim hartnær tveimur áratugum sem hægrimenn sátu við völd hafi þeir ekki haft dug til að stíga þetta sjálfsagða skref. Hefði það verið gert væri að minnsta kosti hægt að vísa í einn jákvæðan og varanlegan ávinning af valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Setningin „áður en Davíð Oddsson komst til valda, þurfti að sýna flugmiða til að kaupa gjaldeyri" hefur nefnilega glatað sínum fyrri gljáa.