Spássían yfir alla síðuna 30. júní 2010 16:15 Fjallað verður um þættina The Wire í nýja tímaritinu en hér sést Jón Gnarr gefa Degi B. Eggertssyni eintak af þáttunum. Sumarkiljurnar, játningar útrásarvíkinga og The Wire eru meðal umfjöllunarefna í Spássíunni, nýju tímariti um bókmenntir og listir. Nýtt menningartímarit, Spássían, kemur út á morgun. Útgefendur og ritstjórar blaðsins eru bókmenntafræðingarnir Ásta Gísladóttir og Auður Aðalsteinsdóttir. Þær segja markmið blaðsins fyrst og fremst að mæta eftirspurn eftir umræðu um bókmenntir en einnig verður fjallað um aðrar listgreinar. Auður og Ásta hafa áður gert útvarpsþætti um bókmenntir á Rás 1. „Þar lékum við okkur aðeins að forminu, brutum umfjöllunina upp með tónlist og fleiru og og brugðum upp ýmsum sjónarhornum," segir Ásta. „Okkur langaði til að gera eitthvað svipað í tímaritsformi og höfum gengið með þessa hugmynd í maganum árum saman. Það má svo segja að hún hafi fæðst fyrir tveimur mánuðum, þegar við ákváðum að gefa út tímarit með menningarlegum áherslum fyrir sumarið." Efnistökin eru fjölbreytt. Í fyrsta tímaritinu er meðal annars fjallað um sumarmenninguna: bækur, tónlist, leiklist og kvikmyndir. Játningar útrásarvíkinga eru settar í bókmenntalegt og trúarlegt samhengi, fjallað er um sjónvarpsþáttinn The Wire og framtíð karlmennskunnar. „Við lögðum upp með að gefa út rit með almennri umfjöllun um menningu í bland við fræðilega," segir Ásta, „við vildum ekki ryðjast inn á svið rita á borð við TMM, heldur hafa þetta aðeins óformlegra." Af því dregur Spássían einmitt heiti sitt; á spássíum bóka hefur óformleg umræða og listsköpun farið fram í aldaraðir. Auður og Ásta skrifa megnið af efni fyrsta tölublaðsins en aðrir pennar koma líka við sögu. Spássían verður fáanleg í öllum helstu bókaverslunum. Stefnt er að því að ritið komi út ársfjórðungslega og vonast Auður og Ásta til að koma út tveimur tölublöðum í viðbót á þessu ári, öðru í haust og því þriðja fyrir jól. bergsteinn@frettabladid.is Innlent Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sjá meira
Sumarkiljurnar, játningar útrásarvíkinga og The Wire eru meðal umfjöllunarefna í Spássíunni, nýju tímariti um bókmenntir og listir. Nýtt menningartímarit, Spássían, kemur út á morgun. Útgefendur og ritstjórar blaðsins eru bókmenntafræðingarnir Ásta Gísladóttir og Auður Aðalsteinsdóttir. Þær segja markmið blaðsins fyrst og fremst að mæta eftirspurn eftir umræðu um bókmenntir en einnig verður fjallað um aðrar listgreinar. Auður og Ásta hafa áður gert útvarpsþætti um bókmenntir á Rás 1. „Þar lékum við okkur aðeins að forminu, brutum umfjöllunina upp með tónlist og fleiru og og brugðum upp ýmsum sjónarhornum," segir Ásta. „Okkur langaði til að gera eitthvað svipað í tímaritsformi og höfum gengið með þessa hugmynd í maganum árum saman. Það má svo segja að hún hafi fæðst fyrir tveimur mánuðum, þegar við ákváðum að gefa út tímarit með menningarlegum áherslum fyrir sumarið." Efnistökin eru fjölbreytt. Í fyrsta tímaritinu er meðal annars fjallað um sumarmenninguna: bækur, tónlist, leiklist og kvikmyndir. Játningar útrásarvíkinga eru settar í bókmenntalegt og trúarlegt samhengi, fjallað er um sjónvarpsþáttinn The Wire og framtíð karlmennskunnar. „Við lögðum upp með að gefa út rit með almennri umfjöllun um menningu í bland við fræðilega," segir Ásta, „við vildum ekki ryðjast inn á svið rita á borð við TMM, heldur hafa þetta aðeins óformlegra." Af því dregur Spássían einmitt heiti sitt; á spássíum bóka hefur óformleg umræða og listsköpun farið fram í aldaraðir. Auður og Ásta skrifa megnið af efni fyrsta tölublaðsins en aðrir pennar koma líka við sögu. Spássían verður fáanleg í öllum helstu bókaverslunum. Stefnt er að því að ritið komi út ársfjórðungslega og vonast Auður og Ásta til að koma út tveimur tölublöðum í viðbót á þessu ári, öðru í haust og því þriðja fyrir jól. bergsteinn@frettabladid.is
Innlent Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sjá meira