Góðum verkum haldið á lofti Steinunn Stefánsdóttir skrifar 12. mars 2010 06:00 Oft er því haldið fram að í hraða nútímasamfélagsins gefist lítill tími til að huga að náunganum. Vissulega er samfélagið gerbreytt frá því sem var, jafnvel fyrir aðeins hálfri öld þegar mun stærri hluti daglegs lífs kvenna og barna fór fram inni á heimilinu. Stuðningur við þá samborgara sem á liðsinni þurfti að halda var þá að langstærstum hluta í höndum heimavinnandi kvenna. Margt er nú breytt. Þorri kvenna er á vinnumarkaði og margt af því sem áður var í höndum húsmæðra er nú hluti heilbrigðis- og tryggingakerfis. Því fer þó fjarri að hver og einn lifi bara í sínum kassa og láti sig engu varða um samborgarana. Allt í kringum okkur er fólk sem notar frítíma sinn til þess að leggja eitthvað af mörkum til þess að bæta líf meðborgara sinna. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt í fimmta sinn í gær. Markmiðið með veitingu verðlaunanna er einmitt að beina kastljósinu að verkum þessa fólks, öllum þeim góðu og kærleiksríku verkum sem unnin eru víða í samfélaginu. Samfélagsverðlaununum er ætlað að vera hvatning til allra þeirra fjöldamörgu sem leggja aðeins meira af mörkum til samfélagsins en við gerum vel flest. Sömuleiðis er þeim ætlað að beina kastljósinu að þessum verkum meðal annars með það fyrir augum að þau verði öðrum til eftirbreytni. Frá upphafi hefur verið leitað til lesenda Fréttablaðsins og óskað eftir tilnefningum. Þeir hafa brugðist vel við og sent inn mikinn fjölda tilnefninga. Hafi þeir þökk fyrir. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins eru veitt í fjórum flokkum. Fimm samtök og einstaklingar eru útnefnd af dómnefnd í hverjum þessara flokka. Auk þess eru veitt heiðursverðlaun. Í gær var því 21 aðili, einstaklingar, samtök og stofnanir, heiðraður í Þjóðmenningarhúsinu. Sjálf Samfélagsverðlaunin féllu í skaut Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Meirihluti starfs björgunarsveitanna fer fram innanlands en Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er þó til taks þegar neyðarástand skapast í öðrum löndum. Sú sveit uppskar aðdáun ekki bara hér á landi heldur víða um lönd þegar hún brást skjótt við eftir jarðskjálftana á Haítí í janúar síðastliðnum. Hvunndagshetjan í ár er André Bachmann sem glatt hefur samferðafólk sitt í áratugi. Einkum er hann heiðraður fyrir framgöngu sína við að halda á hverju ári jólaskemmtun fyrir fatlaða þar sem vinsælustu skemmtikraftar þjóðarinnar koma fram. Verðlaun í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar féllu í skaut Gauraflokksins í Vatnaskógi en drengjum með ADHD býðst sumarbúðadvöl í sérstökum flokki fyrir kraftmikla stráka. Í flokknum Til atlögu gegn fordómum hlaut Hugarafl verðlaunin. Í Hugarafli starfa saman á jafnréttisgrundvelli notendur geðheilbrigðisþjónustunnar sem eru í bata og fagfólk. Heiðursverðlaunin hlaut Jón Böðvarsson sagnfræðingur, kennari og sögumaður fyrir ómetanlegt framlag sitt við að kynna Íslendingasögur fyrir samborgurum sínum. Í hraða nútímans er mikilvægt að staldra við og skoða það sem vel er gert. Samfélagsverðlaunin eru vettvangur til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Oft er því haldið fram að í hraða nútímasamfélagsins gefist lítill tími til að huga að náunganum. Vissulega er samfélagið gerbreytt frá því sem var, jafnvel fyrir aðeins hálfri öld þegar mun stærri hluti daglegs lífs kvenna og barna fór fram inni á heimilinu. Stuðningur við þá samborgara sem á liðsinni þurfti að halda var þá að langstærstum hluta í höndum heimavinnandi kvenna. Margt er nú breytt. Þorri kvenna er á vinnumarkaði og margt af því sem áður var í höndum húsmæðra er nú hluti heilbrigðis- og tryggingakerfis. Því fer þó fjarri að hver og einn lifi bara í sínum kassa og láti sig engu varða um samborgarana. Allt í kringum okkur er fólk sem notar frítíma sinn til þess að leggja eitthvað af mörkum til þess að bæta líf meðborgara sinna. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt í fimmta sinn í gær. Markmiðið með veitingu verðlaunanna er einmitt að beina kastljósinu að verkum þessa fólks, öllum þeim góðu og kærleiksríku verkum sem unnin eru víða í samfélaginu. Samfélagsverðlaununum er ætlað að vera hvatning til allra þeirra fjöldamörgu sem leggja aðeins meira af mörkum til samfélagsins en við gerum vel flest. Sömuleiðis er þeim ætlað að beina kastljósinu að þessum verkum meðal annars með það fyrir augum að þau verði öðrum til eftirbreytni. Frá upphafi hefur verið leitað til lesenda Fréttablaðsins og óskað eftir tilnefningum. Þeir hafa brugðist vel við og sent inn mikinn fjölda tilnefninga. Hafi þeir þökk fyrir. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins eru veitt í fjórum flokkum. Fimm samtök og einstaklingar eru útnefnd af dómnefnd í hverjum þessara flokka. Auk þess eru veitt heiðursverðlaun. Í gær var því 21 aðili, einstaklingar, samtök og stofnanir, heiðraður í Þjóðmenningarhúsinu. Sjálf Samfélagsverðlaunin féllu í skaut Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Meirihluti starfs björgunarsveitanna fer fram innanlands en Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er þó til taks þegar neyðarástand skapast í öðrum löndum. Sú sveit uppskar aðdáun ekki bara hér á landi heldur víða um lönd þegar hún brást skjótt við eftir jarðskjálftana á Haítí í janúar síðastliðnum. Hvunndagshetjan í ár er André Bachmann sem glatt hefur samferðafólk sitt í áratugi. Einkum er hann heiðraður fyrir framgöngu sína við að halda á hverju ári jólaskemmtun fyrir fatlaða þar sem vinsælustu skemmtikraftar þjóðarinnar koma fram. Verðlaun í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar féllu í skaut Gauraflokksins í Vatnaskógi en drengjum með ADHD býðst sumarbúðadvöl í sérstökum flokki fyrir kraftmikla stráka. Í flokknum Til atlögu gegn fordómum hlaut Hugarafl verðlaunin. Í Hugarafli starfa saman á jafnréttisgrundvelli notendur geðheilbrigðisþjónustunnar sem eru í bata og fagfólk. Heiðursverðlaunin hlaut Jón Böðvarsson sagnfræðingur, kennari og sögumaður fyrir ómetanlegt framlag sitt við að kynna Íslendingasögur fyrir samborgurum sínum. Í hraða nútímans er mikilvægt að staldra við og skoða það sem vel er gert. Samfélagsverðlaunin eru vettvangur til þess.