Íslenski boltinn

Valskonur lentu undir fyrir norðan en unnu 4-2 sigur á Þór/KA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hallbera Gísladóttir innsiglaði sigurinn í kvöld.
Hallbera Gísladóttir innsiglaði sigurinn í kvöld. Mynd/Valli

Valskonur fengu á sig sitt fyrsta mark á tímabilinu og lentu 2-1 undir á móti Þór/KA fyrir norðan en náðu að tryggja sér 4-2 sigur og þriggja stiga forskot á toppnum í Pepsi-deild kvenna í fótbolta með því að skora tvö mörk á lokamínútum leiksins.

Rakel Hönnudóttir var fyrst til að skora hjá Maríu Björgu Ágústsdóttur, markverði Vals á tímabilinu, þegar hún jafnaði leikinn í 1-1 á 43. mínútu eftir að Rakel Logadóttir hafði komið Val í 1-0 í upphafi leiks.

Danka Podovac kom Þór/KA yfir í lok fyrri hálfleiks en Kristín Ýr Bjarnadóttir var búin að jafna metin eftir fimm mínútna leik í seinni hálfleik.

Það voru síðan Dagný Brynjarsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir sem tryggðu Íslandsmeisturum sigurinn og fullt hús á toppnum með tveimur mörkum á 88. og 91. mínútu leiksins.

Upplýsingar um markaskorar eru fengnar frá vefsíðunni fótbolti.net en meira um leikinn á Vísi seinna í kvöld.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×