Tveggja takka tæknin Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 3. júní 2010 06:00 Þvílík bylting sem það hlýtur að hafa verið þegar fyrstu hreyfimyndirnar runnu fyrir augum áhorfenda snemma á tuttugustu öld. Dolfallnir hafa þeir starað á smækkaðar manneskjur sem trítluðu fram og aftur, svarthvítar og hljóðlausar og hugsað með sér: „Allt er nú til!" Svo voru sjónvarpstæki fundin upp. Þau urðu að almenningseign sem fjölskyldan safnaðist saman fyrir framan á síðkvöldum. Þó að tækin hafi þótt hálfgerðar töfravélar voru þau einföld að gerð, það þurfti bara tvo takka, kveikja- og hækka/lækka takkann. Litirnir komu líka með árunum og fleiri takkar til að skipta um stöð. Þó að þeirra hafi ekki verið þörf hér á landi lengi framan af. Svo kom að því að ekki þurfti lengur að standa upp til að kveikja eða hækka í sjónvarpstækinu, tæknin hafði getið af sér fjarstýringuna. Undratæki sem breytti okkur áhorfendum umsvifalaust í sófakartöflur þegar ekki þurfti lengur að standa upp úr hægindunum heldur hægt að láta mata sig fyrirhafnarlaust á afþreyingunni. Þvílík þægindi. Og tæknin hélt áfram að vinda upp á sig, sjónvörpin stækkuðu, urðu flöt og takkarnir ósýnilegir snertifletir. Dagskráin tók að streyma gegnum óravíddir internetsins og allskyns myndlyklar og módem urðu fastir fylgihlutir. Eftir því sem tækninni hefur fleygt fram hefur þó orðið flóknara að horfa á sjónvarpið að mér finnst og þægindaþróunin fallið um sjálfa sig. Stöðvarnar eru orðnar óteljandi margar og valda valkvíða þar sem auðvitað er margt sem gaman væri að horfa á í gangi á sama tíma. Nú er heldur ekki nóg að ýta bara á einn takka og horfa. Nettengingin heima hjá mér á það til að detta út, myndlykillinn frýs oft og iðulega og fjarstýringarnar, sem eru orðnar fleiri en ein, týnast allar margsinnis á einni kvöldstund. Fjarstýringin hefur líka löngu tapað hlutverki sínu að stjórna úr fjarlægð, því þegar ég á annað borð finn þær þarf að hamast á tökkunum alveg upp við sjónvarpið til ná mynd á tækið. Ekkert gerist svo oftar en ekki neyðist ég til að kippa lyklinum úr sambandi og bíða meðan „myndlykill ræsir sig" en það getur tekið drjúga stund. Þátturinn sem ég ætlaði að horfa á er þá langt kominn eða jafnvel búinn þegar loksins kemur mynd á sjónvarpsskrattann. Má ég þá heldur biðja um tveggja takka tæknina aftur, þar sem ég er hvort eð er löngu staðin upp úr sófanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Þvílík bylting sem það hlýtur að hafa verið þegar fyrstu hreyfimyndirnar runnu fyrir augum áhorfenda snemma á tuttugustu öld. Dolfallnir hafa þeir starað á smækkaðar manneskjur sem trítluðu fram og aftur, svarthvítar og hljóðlausar og hugsað með sér: „Allt er nú til!" Svo voru sjónvarpstæki fundin upp. Þau urðu að almenningseign sem fjölskyldan safnaðist saman fyrir framan á síðkvöldum. Þó að tækin hafi þótt hálfgerðar töfravélar voru þau einföld að gerð, það þurfti bara tvo takka, kveikja- og hækka/lækka takkann. Litirnir komu líka með árunum og fleiri takkar til að skipta um stöð. Þó að þeirra hafi ekki verið þörf hér á landi lengi framan af. Svo kom að því að ekki þurfti lengur að standa upp til að kveikja eða hækka í sjónvarpstækinu, tæknin hafði getið af sér fjarstýringuna. Undratæki sem breytti okkur áhorfendum umsvifalaust í sófakartöflur þegar ekki þurfti lengur að standa upp úr hægindunum heldur hægt að láta mata sig fyrirhafnarlaust á afþreyingunni. Þvílík þægindi. Og tæknin hélt áfram að vinda upp á sig, sjónvörpin stækkuðu, urðu flöt og takkarnir ósýnilegir snertifletir. Dagskráin tók að streyma gegnum óravíddir internetsins og allskyns myndlyklar og módem urðu fastir fylgihlutir. Eftir því sem tækninni hefur fleygt fram hefur þó orðið flóknara að horfa á sjónvarpið að mér finnst og þægindaþróunin fallið um sjálfa sig. Stöðvarnar eru orðnar óteljandi margar og valda valkvíða þar sem auðvitað er margt sem gaman væri að horfa á í gangi á sama tíma. Nú er heldur ekki nóg að ýta bara á einn takka og horfa. Nettengingin heima hjá mér á það til að detta út, myndlykillinn frýs oft og iðulega og fjarstýringarnar, sem eru orðnar fleiri en ein, týnast allar margsinnis á einni kvöldstund. Fjarstýringin hefur líka löngu tapað hlutverki sínu að stjórna úr fjarlægð, því þegar ég á annað borð finn þær þarf að hamast á tökkunum alveg upp við sjónvarpið til ná mynd á tækið. Ekkert gerist svo oftar en ekki neyðist ég til að kippa lyklinum úr sambandi og bíða meðan „myndlykill ræsir sig" en það getur tekið drjúga stund. Þátturinn sem ég ætlaði að horfa á er þá langt kominn eða jafnvel búinn þegar loksins kemur mynd á sjónvarpsskrattann. Má ég þá heldur biðja um tveggja takka tæknina aftur, þar sem ég er hvort eð er löngu staðin upp úr sófanum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun