Tíska og hönnun

Litríkt sumar hjá Saunders

Sumarið 2011 verður bjart og litríkt.
Sumarið 2011 verður bjart og litríkt.

Einkunnarorð Jonathans Saunders fyrir vor og sumar 2011 er fegurð, hreinleiki, bjartsýni og léttleiki.

Saunders vill sitt sumar litríkt og létt og ætti það ekki að fara fram hjá neinum sem borið hefur augum nýjustu línu Saunders fyrir vor og sumar 2011.

Saunders vék frá vinsælli ökklasídd sem svo margir hönnuðir hafa notað og stytti bæði kjóla og pils í tvær lengdir, sídd við mið læri eða við hné. Það er svo spurning hvort Saunders verði sannspár með þessa „nýju" sídd, eða hvort ökklasídd kjóla og pilsa haldi sér áfram.

Mittið skipaði veigamikinn sess og afmarkaði Saunders það oft með skæru mittisbandi eða belti og skipti þar með flíkum sýningarstúlknanna upp.

Litapalletta Saunders er skær og spannar allan regnbogann og skín hreinleikinn í gegn með hreinum og beinum línum.
Einkunnarorð Jonathans Saunders fyrir vor og sumar 2011 er fegurð, hreinleiki, bjartsýni og léttleiki.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×