NBA: Miami, Lakers og Boston unnu öll örugga sigra í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2010 09:00 Chris Bosh, LeBron James og Dwyane Wade skoruðu saman 72 stig í nótt og gátu slappað af í fjórða leikhlutanum. Mynd/AP Miami Heat, Los Angeles Lakers og Boston Celtics unnu öll leiki sína örugglega í NBA-deildinni í nótt, New Orleans vann Dallas, San Antonio Spurs vann sinn áttunda leik í röð og New York Knicks endaði sex leikja taphrinu.Chris Bosh skoraði 35 stig í öruggum 123-96 sigri Miami Heat á Phoenix Suns og það þrátt fyrir að hann hvíldi allan fjórða leikhlutann. LeBron James var með 20 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar og Dwyane Wade bætti við 17 stigum, 6 fráköstum og 6 stoðsendingum. Steve Nash skoraði 17 stig fyrir Phoenix en var aðeins með 2 stoðsendingar. Hann hefur ekki gefið færri í 141 leik.Kobe Bryant skoraði 33 stig í fyrstu þremur leikhlutunum þegar Los Angeles Lakers vann Detroit Pistons 103-90 í Detroit. Richard Hamilton var rekinn út úr húsi snemma í leiknum. Pau Gasol var með 25 stig og 12 fráköst hjá Lakers en Rodney Stuckey skoraði 18 stig fyrir Pistons-liðið.Paul Pierce skoraði 23 stig og Rajon Rondo var með 12 stig og 13 stoðsendingar þegar Boston Celtics vann 114-83 sigur á Washington Wizards. Enginn byrjunarliðsmanna Boston lék í fjórða leikhlutanum en Kevin Garnett var með 18 stig, Shaquille O'Neal skoraði 13 stig og Ray Allen var með 10 stig. Nick Young skoraði 20 stig fyrir Wizards sem lék annan leikinn í röð án John Wall.San Antonio Spurs hélt sigurgöngu sinni áfram með 103-94 sigri á Chicago Bulls. Þetta var áttundi sigur liðsins í röð. Tony Parker skoraði 21 stig fyrir Spurs, Manu Ginobili var með 20 stig og Tim Duncan skoraði 16 stig og tók 18 fráköst. Derrick Rose var með 33 stig hjá Chicago sem hafði unnið fjóra leiki í röð.Amare Stoudemire og Danilo Gallinari skoruðu báðir 27 stig fyrir New York Knicks þegar liðið vann 113-106 útisigur á Sacramento Kings og endaði um leið sex leikja taphrinu sína. Raymond Felton var með 16 stig en hjá Sacramento skoraði Tyreke Evans 23 stig.David West skoraði 17 stig og stal auk þess boltanum af Dirk Nowitzki þegar tvær sekúndur voru eftir í 99-97 heimasigri New Orleans Hornets á Dallas Mavericks. New Orleans hefndi þar með fyrir tap á móti Dallas á mánudagskvöldið sem var fyrsta og eina tap liðsins á tímabilinu. Chris Paul var með 20 stig og 11 stoðsendingar og Emeka Okafor bætti við 13 stigum og 10 fráköst. Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Dallas.Kevin Durant skoraði 24 stig í þremur leikhlutum og Russell Westbrook bætti við 21 stigi og 12 stoðsendingum í öruggum 116-99 sigri Oklahoma City Thunder á Houston Rockets. Luis Scola skoraði 26 stig fyrir Houston.Deron Williams var mðe 23 stig og 8 stoðsendingar þegar Utah Jazz vann 98-88 heimasigur á New Jersey Nets. Paul Millsap var einig góður með 19 stig, 15 fráköst og 4 stoðsendingar en hjá Nets var Anthony Morrow stigahæstur með 24 stig.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Miami Heat-Phoenix Suns 123-96 Philadelphia 76ers-Toronto Raptors 86-94 Boston Celtics-Washington Wizards 114-83 Detroit Pistons-Los Angeles Lakers 90-103 Minnesota Timberwolves-Los Angeles Clippers 113-111 New Orleans Hornets-Dallas Mavericks 99-97 Oklahoma City Thunder-Houston Rockets 116-99 Utah Jazz-New Jersey Nets 98-88 d San Antonio Spurs-Chicago Bulls 103-94 Sacramento Kings-New York Knicks 106-113 NBA Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira
Miami Heat, Los Angeles Lakers og Boston Celtics unnu öll leiki sína örugglega í NBA-deildinni í nótt, New Orleans vann Dallas, San Antonio Spurs vann sinn áttunda leik í röð og New York Knicks endaði sex leikja taphrinu.Chris Bosh skoraði 35 stig í öruggum 123-96 sigri Miami Heat á Phoenix Suns og það þrátt fyrir að hann hvíldi allan fjórða leikhlutann. LeBron James var með 20 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar og Dwyane Wade bætti við 17 stigum, 6 fráköstum og 6 stoðsendingum. Steve Nash skoraði 17 stig fyrir Phoenix en var aðeins með 2 stoðsendingar. Hann hefur ekki gefið færri í 141 leik.Kobe Bryant skoraði 33 stig í fyrstu þremur leikhlutunum þegar Los Angeles Lakers vann Detroit Pistons 103-90 í Detroit. Richard Hamilton var rekinn út úr húsi snemma í leiknum. Pau Gasol var með 25 stig og 12 fráköst hjá Lakers en Rodney Stuckey skoraði 18 stig fyrir Pistons-liðið.Paul Pierce skoraði 23 stig og Rajon Rondo var með 12 stig og 13 stoðsendingar þegar Boston Celtics vann 114-83 sigur á Washington Wizards. Enginn byrjunarliðsmanna Boston lék í fjórða leikhlutanum en Kevin Garnett var með 18 stig, Shaquille O'Neal skoraði 13 stig og Ray Allen var með 10 stig. Nick Young skoraði 20 stig fyrir Wizards sem lék annan leikinn í röð án John Wall.San Antonio Spurs hélt sigurgöngu sinni áfram með 103-94 sigri á Chicago Bulls. Þetta var áttundi sigur liðsins í röð. Tony Parker skoraði 21 stig fyrir Spurs, Manu Ginobili var með 20 stig og Tim Duncan skoraði 16 stig og tók 18 fráköst. Derrick Rose var með 33 stig hjá Chicago sem hafði unnið fjóra leiki í röð.Amare Stoudemire og Danilo Gallinari skoruðu báðir 27 stig fyrir New York Knicks þegar liðið vann 113-106 útisigur á Sacramento Kings og endaði um leið sex leikja taphrinu sína. Raymond Felton var með 16 stig en hjá Sacramento skoraði Tyreke Evans 23 stig.David West skoraði 17 stig og stal auk þess boltanum af Dirk Nowitzki þegar tvær sekúndur voru eftir í 99-97 heimasigri New Orleans Hornets á Dallas Mavericks. New Orleans hefndi þar með fyrir tap á móti Dallas á mánudagskvöldið sem var fyrsta og eina tap liðsins á tímabilinu. Chris Paul var með 20 stig og 11 stoðsendingar og Emeka Okafor bætti við 13 stigum og 10 fráköst. Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Dallas.Kevin Durant skoraði 24 stig í þremur leikhlutum og Russell Westbrook bætti við 21 stigi og 12 stoðsendingum í öruggum 116-99 sigri Oklahoma City Thunder á Houston Rockets. Luis Scola skoraði 26 stig fyrir Houston.Deron Williams var mðe 23 stig og 8 stoðsendingar þegar Utah Jazz vann 98-88 heimasigur á New Jersey Nets. Paul Millsap var einig góður með 19 stig, 15 fráköst og 4 stoðsendingar en hjá Nets var Anthony Morrow stigahæstur með 24 stig.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Miami Heat-Phoenix Suns 123-96 Philadelphia 76ers-Toronto Raptors 86-94 Boston Celtics-Washington Wizards 114-83 Detroit Pistons-Los Angeles Lakers 90-103 Minnesota Timberwolves-Los Angeles Clippers 113-111 New Orleans Hornets-Dallas Mavericks 99-97 Oklahoma City Thunder-Houston Rockets 116-99 Utah Jazz-New Jersey Nets 98-88 d San Antonio Spurs-Chicago Bulls 103-94 Sacramento Kings-New York Knicks 106-113
NBA Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira