Börn sem verða fyrir mismunun Steinunn Stefánsdóttir skrifar 2. mars 2010 06:00 Tannlæknar og tannréttingasérfræðingar eru ekki hluti af sjúkratryggingakerfinu á sama hátt og aðrir læknar. Þetta veldur ýmsum vanda, meðal annars þeim að tannheilsa fólks, bæði fullorðinna og barna, er að einhverju leyti undir efnahag komin. Önnur birtingarmynd vandans snýr að börnum sem fæðast með skarð í vör og/eða gómi. Þessi börn, og foreldrar þeirra, standa frammi fyrir fjölmörgum aðgerðum á vör, í munnholi og á tönnum. Fyrstu aðgerðirnar eru gerðar af lýtalæknum inni á sjúkrahúsum og eru því foreldrum að kostnaðarlausu, eins og gildir um læknisaðgerðir yfirleitt. Annað er uppi á teningnum þegar kemur að þeim aðgerðum sem gerðar eru af tannlæknum og þær aðgerðir eru iðulega umfangsmiklar og geta teygst yfir langan tíma, jafnvel meira en tíu ár. Um þær aðgerðir gilda reglur um endurgreiðslur og skemmst er frá því að segja að þær endurgreiðslur hrökkva skammt, ekki síst þegar um er að ræða alvarleg tilvik af skarði í vör og gómi. Breytingar þær sem urðu nú um áramót á endurgreiðslum vegna tannréttinga, meðal annars barna með skarð í gómi, breyttu því miður litlu þar um. Þetta er gloppa í kerfinu sem verður að fylla í. Aðeins fáein börn fæðast með skarð í vör og/eða gómi á ári hverju, eða um tíu að meðaltali. Breyting sem fólgin væri í því að ríkið greiddi að fullu kostnað við viðgerð á gómi og tannréttingar þessara barna vegur því sáralítið í rekstri heilbrigðiskerfisins en skiptir hreinlega sköpum fyrir fjárhag heimila þeirra barna sem svona er ástatt um. Það er óviðunandi að þessi heimili búi við slíkt misrétti. Nóg er á börnin lagt sem fæðast með svo sýnilegan og erfiðan galla sem svo aftur kallar á langvarandi læknis- og tannlæknismeðferð, þó að fjölskyldur þeirra standi ekki hreinlega frammi fyrir því að ekki sé hægt að ljúka meðferð af efnahagsástæðum. Íslendingar geta verið stoltir af því að búa við heilbrigðiskerfi sem gefur börnum sem í heiminn koma með fæðingargalla kost á framúrskarandi heilbrigðisþjónustu þar sem metnaður er lagður í að lækna fæðingargalla og sjúkdóma eins og kostur er, foreldrum að kostnaðarlausu. Það er því óskiljanlegt og óásættanlegt með öllu að börn sem fæðast með klofinn góm skuli ekki sitja við sama borð og njóta sömu þjónustu og önnur börn með fæðingargalla. Fram hefur komið fullur vilji Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra til að koma til móts við foreldra barna með skarð í vör og gómi. Málið er til skoðunar í heilbrigðisráðuneytinu og binda verður vonir við að sú skoðun leiði til þess að börn með skarð í vör og gómi, og foreldrar þeirra, sitji við sama borð og þau börn sem koma í heiminn með aðra fæðingargalla. Ekki verður unað við aðra niðurstöðu en þá að misréttið verði upprætt að fullu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Tannlæknar og tannréttingasérfræðingar eru ekki hluti af sjúkratryggingakerfinu á sama hátt og aðrir læknar. Þetta veldur ýmsum vanda, meðal annars þeim að tannheilsa fólks, bæði fullorðinna og barna, er að einhverju leyti undir efnahag komin. Önnur birtingarmynd vandans snýr að börnum sem fæðast með skarð í vör og/eða gómi. Þessi börn, og foreldrar þeirra, standa frammi fyrir fjölmörgum aðgerðum á vör, í munnholi og á tönnum. Fyrstu aðgerðirnar eru gerðar af lýtalæknum inni á sjúkrahúsum og eru því foreldrum að kostnaðarlausu, eins og gildir um læknisaðgerðir yfirleitt. Annað er uppi á teningnum þegar kemur að þeim aðgerðum sem gerðar eru af tannlæknum og þær aðgerðir eru iðulega umfangsmiklar og geta teygst yfir langan tíma, jafnvel meira en tíu ár. Um þær aðgerðir gilda reglur um endurgreiðslur og skemmst er frá því að segja að þær endurgreiðslur hrökkva skammt, ekki síst þegar um er að ræða alvarleg tilvik af skarði í vör og gómi. Breytingar þær sem urðu nú um áramót á endurgreiðslum vegna tannréttinga, meðal annars barna með skarð í gómi, breyttu því miður litlu þar um. Þetta er gloppa í kerfinu sem verður að fylla í. Aðeins fáein börn fæðast með skarð í vör og/eða gómi á ári hverju, eða um tíu að meðaltali. Breyting sem fólgin væri í því að ríkið greiddi að fullu kostnað við viðgerð á gómi og tannréttingar þessara barna vegur því sáralítið í rekstri heilbrigðiskerfisins en skiptir hreinlega sköpum fyrir fjárhag heimila þeirra barna sem svona er ástatt um. Það er óviðunandi að þessi heimili búi við slíkt misrétti. Nóg er á börnin lagt sem fæðast með svo sýnilegan og erfiðan galla sem svo aftur kallar á langvarandi læknis- og tannlæknismeðferð, þó að fjölskyldur þeirra standi ekki hreinlega frammi fyrir því að ekki sé hægt að ljúka meðferð af efnahagsástæðum. Íslendingar geta verið stoltir af því að búa við heilbrigðiskerfi sem gefur börnum sem í heiminn koma með fæðingargalla kost á framúrskarandi heilbrigðisþjónustu þar sem metnaður er lagður í að lækna fæðingargalla og sjúkdóma eins og kostur er, foreldrum að kostnaðarlausu. Það er því óskiljanlegt og óásættanlegt með öllu að börn sem fæðast með klofinn góm skuli ekki sitja við sama borð og njóta sömu þjónustu og önnur börn með fæðingargalla. Fram hefur komið fullur vilji Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra til að koma til móts við foreldra barna með skarð í vör og gómi. Málið er til skoðunar í heilbrigðisráðuneytinu og binda verður vonir við að sú skoðun leiði til þess að börn með skarð í vör og gómi, og foreldrar þeirra, sitji við sama borð og þau börn sem koma í heiminn með aðra fæðingargalla. Ekki verður unað við aðra niðurstöðu en þá að misréttið verði upprætt að fullu.