Formúla 1

Fernando Alonso vann Barein-kappaksturinn - tvöfalt hjá Ferrari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Alonso.
Fernando Alonso. Mynd/GettyImages
Spánverjinn Fernando Alonso tryggði sér sigur í Barein-kappakstrinum í dag en þetta var fyrsta keppni ársins í formúlu eitt. Ferrari vann tvöfaldan sigur í dag því Felipe Massa varð í 2. sæti.

Lewis Hamilton hjá McLaren tryggði sér þriðja sætið og komst upp fyrir Sebastian Vettel hjá Red Bull. Vettel var á ráspól í kappakstrinum og hafði forustuna stóran hluta kappaksturinn áður en bilun kostaði hann sigurinn.

Michael Schumacher varð í sjötta sæti í sinni fyrstu formúlukeppni í þrjú ár en á undan honum varð félagi hans í Mercedes-liðinu, Nico Rosberg. Schumacher hækkaði sig um eitt sæti frá því rásmarkinu en hann varð sjöundi í tímatökunum.

Heimsmeistari síðasta árs, Jenson Button hjá McLaren, endaði í sjöunda sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×