Körfubolti

Nefbrotinn Nash nennir ekki að væla

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Nash heldur um nefið á sér eftir nefbrotið.
Nash heldur um nefið á sér eftir nefbrotið. AFP
Steve Nash er ekkert að væla yfir því að vera með brotið nef. Hann býst við að geta beitt sér að fullu í fjórða leik Los Angeles Lakers og Phoenix Suns í nótt. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 01.00. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Lakers. Derek Fisher rak sig í Nash með þeim afleiðingum að bein í nefi hans brotnaði. “Ég er heppinn. Ég hef nokkrum sinnum meitt mig aðeins og það hefur aldrei háð mér,” sagði Nash. “Þetta truflar mann ekkert. Það eru meiðslin sem hrjá þér sem þú vilt forðast,” sagði hinn 36 ára gamli Kanadamaður glettinn. Hann er lykilmaður hjá Phoenix en hann skoraði meðal annars sautján stig og sendi fimmtán stoðsendingar í leiknum á sunnudaginn.
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×