Á ferð um furðuskógana 18. mars 2010 05:15 Myndlist Katrín Ólína sýnir loks hér á landi úrval af gripum sem hún hefur hannað.fréttablaðið/valli Í tengslum við HönnunarMars sem hefst í dag opnaði Katrín Ólína sýningu í gær í Crymogea á Barónsstíg. Sýninguna kallar hún Rothögg og þar verða til sýnis og sölu gripir sem hún hefur hannað. Katrín Ólína er án efa einn þekktasti hönnuður Íslendinga á alþjóðavettvangi. Verk hennar hafa verið framleidd af fyrirtækjum á borð við DuPont®, Rosenthal, Swedese, Toshiba og Fornarina og hún hefur búið til merkingar og útlit fyrir alþjóðlegar listahátíðir og hönnunarsýningar. Katrín Ólína hefur hlotið virt alþjóðleg hönnunarverðlaun svo sem norrænu Forum AID-verðlaunin í flokki innanhússhönnunar fyrir hönnun sína á Cristal Bar í Hong Kong. Katrín Ólína hefur brotist út úr stakki hreinræktaðrar vöruhönnunar og skapað einstakan formheim úr draumum og ævintýraminnum, undirvitund og þjóðsögum og á grundvelli hans vinnur hún með gríðarlega fjölbreytt róf hluta, útlitshönnunar og prentgripa. Þessi formheimur tekur sér bólfestu á snjóbrettum og hjálmum, á læknastofum og börum, á postulínsdiskum, hálsklútum, veggspjöldum og í sýningum í listasöfnum og galleríum. Verk hennar standa á mótum grafískrar hönnunar, innsetninga, útgáfu og vöruframleiðslu. Í tilefni af hönnunardögunum HönnunarMars sýnir Katrín Ólína nýja hlið á undraheimi sínum í húsakynnum Crymogeu við Barónsstíg. Liturinn í heiminum handan spegilsins hefur fengið ærlegt rothögg svo eftir standa burðarlínur draumsins - skjárinn er brotinn. Handan við hann standa myrkurslungnar plöntur og þjóðsagnakynjuð dýr í sinni nöktustu mynd. Sýndar eru teikningar á veggjum, merkingar og nýir nytjahlutir úr smiðju Katrínar Ólínu. Í Crymogeu eru einnig til sölu veggspjöld, töskur og postulínsdiskar sem framleiddir hafa verið fyrir Katrínu Ólínu og skarta hönnun hennar. Flestar eru þessar vörur ófáanlegar hér á landi og verða seldar við vægu verði á meðan HönnunarMars stendur. - pbb HönnunarMars Tengdar fréttir Urfaust á Íslandi Dúettinn Urfaust frá Hollandi leikur á tvennum tónleikum í Reykjavík um helgina. Þetta er noise/ambient/goth/black-metal hljómsveit, sem hefur verið að síðan 1999 og gefið út slatta af efni, meðal annars tvær stórar plötur. 18. mars 2010 04:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Sjá meira
Í tengslum við HönnunarMars sem hefst í dag opnaði Katrín Ólína sýningu í gær í Crymogea á Barónsstíg. Sýninguna kallar hún Rothögg og þar verða til sýnis og sölu gripir sem hún hefur hannað. Katrín Ólína er án efa einn þekktasti hönnuður Íslendinga á alþjóðavettvangi. Verk hennar hafa verið framleidd af fyrirtækjum á borð við DuPont®, Rosenthal, Swedese, Toshiba og Fornarina og hún hefur búið til merkingar og útlit fyrir alþjóðlegar listahátíðir og hönnunarsýningar. Katrín Ólína hefur hlotið virt alþjóðleg hönnunarverðlaun svo sem norrænu Forum AID-verðlaunin í flokki innanhússhönnunar fyrir hönnun sína á Cristal Bar í Hong Kong. Katrín Ólína hefur brotist út úr stakki hreinræktaðrar vöruhönnunar og skapað einstakan formheim úr draumum og ævintýraminnum, undirvitund og þjóðsögum og á grundvelli hans vinnur hún með gríðarlega fjölbreytt róf hluta, útlitshönnunar og prentgripa. Þessi formheimur tekur sér bólfestu á snjóbrettum og hjálmum, á læknastofum og börum, á postulínsdiskum, hálsklútum, veggspjöldum og í sýningum í listasöfnum og galleríum. Verk hennar standa á mótum grafískrar hönnunar, innsetninga, útgáfu og vöruframleiðslu. Í tilefni af hönnunardögunum HönnunarMars sýnir Katrín Ólína nýja hlið á undraheimi sínum í húsakynnum Crymogeu við Barónsstíg. Liturinn í heiminum handan spegilsins hefur fengið ærlegt rothögg svo eftir standa burðarlínur draumsins - skjárinn er brotinn. Handan við hann standa myrkurslungnar plöntur og þjóðsagnakynjuð dýr í sinni nöktustu mynd. Sýndar eru teikningar á veggjum, merkingar og nýir nytjahlutir úr smiðju Katrínar Ólínu. Í Crymogeu eru einnig til sölu veggspjöld, töskur og postulínsdiskar sem framleiddir hafa verið fyrir Katrínu Ólínu og skarta hönnun hennar. Flestar eru þessar vörur ófáanlegar hér á landi og verða seldar við vægu verði á meðan HönnunarMars stendur. - pbb
HönnunarMars Tengdar fréttir Urfaust á Íslandi Dúettinn Urfaust frá Hollandi leikur á tvennum tónleikum í Reykjavík um helgina. Þetta er noise/ambient/goth/black-metal hljómsveit, sem hefur verið að síðan 1999 og gefið út slatta af efni, meðal annars tvær stórar plötur. 18. mars 2010 04:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Sjá meira
Urfaust á Íslandi Dúettinn Urfaust frá Hollandi leikur á tvennum tónleikum í Reykjavík um helgina. Þetta er noise/ambient/goth/black-metal hljómsveit, sem hefur verið að síðan 1999 og gefið út slatta af efni, meðal annars tvær stórar plötur. 18. mars 2010 04:00