Litríkur kokkteill Trausti Júlíusson skrifar 28. október 2010 09:46 Kimbabwe með Retro Stefson. Tónlist **** Kimbabwe Retro Stefson Kimbabwe er önnur plata Retro Stefson, en sú fyrri, Montana, var sem fersk sprauta inn í íslenskt tónlistarlíf. Á henni var skemmtileg og hress blanda af íslensku poppi og heimstónlist, ólík öllu öðru á senunni. Retro Stefson hefur verið iðin við tónleikahald undanfarið og er orðin margfalt þéttari og flinkari heldur en hún var fyrir tveimur árum þegar Montana kom út. Það heyrist á Kimbabwe. Lagasmíðarnar á Montana voru margar fínar, en á Kimbabwe er sveitin búin að þétta útsetningarnar og auka fjölbreytnina. Tónlist Retro Stefson er eins og kokkteill sem búið er að setja út í alls konar fjörefni; - smá rokk hér og þar, latin-popp, sýru, afró-kúbanska takta og danstónlist. Spilagleðin leynir sér ekki og meðlimirnir sjö fara á kostum víða á plötunni. Þeir sjá um allan hljóðfæraleik en fá aðstoð við söng og bakraddir, þ.á m. frá Sigríði Thorlacius, söngkonu Hjaltalín. Textarnir, sem eru á íslensku, ensku og einhverju þriðja máli sem ég kann ekki skil á, eru ágætir en skipta ekki öllu máli. Tónlistin er aðalmálið. Lögin eru það melódísk og grípandi að maður myndi syngja með þó að textarnir væru á klingonsku. Umslagið er mjög flott og hæfir innihaldinu: Litríkt og fjörmikið. Á heildina litið er Kimbabwe frábær plata. Skemmtilegasta plata ársins hingað til. Niðurstaða: Gleðisveitin úr Austurbæjarskólanum klikkar ekki á plötu númer tvö. Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist **** Kimbabwe Retro Stefson Kimbabwe er önnur plata Retro Stefson, en sú fyrri, Montana, var sem fersk sprauta inn í íslenskt tónlistarlíf. Á henni var skemmtileg og hress blanda af íslensku poppi og heimstónlist, ólík öllu öðru á senunni. Retro Stefson hefur verið iðin við tónleikahald undanfarið og er orðin margfalt þéttari og flinkari heldur en hún var fyrir tveimur árum þegar Montana kom út. Það heyrist á Kimbabwe. Lagasmíðarnar á Montana voru margar fínar, en á Kimbabwe er sveitin búin að þétta útsetningarnar og auka fjölbreytnina. Tónlist Retro Stefson er eins og kokkteill sem búið er að setja út í alls konar fjörefni; - smá rokk hér og þar, latin-popp, sýru, afró-kúbanska takta og danstónlist. Spilagleðin leynir sér ekki og meðlimirnir sjö fara á kostum víða á plötunni. Þeir sjá um allan hljóðfæraleik en fá aðstoð við söng og bakraddir, þ.á m. frá Sigríði Thorlacius, söngkonu Hjaltalín. Textarnir, sem eru á íslensku, ensku og einhverju þriðja máli sem ég kann ekki skil á, eru ágætir en skipta ekki öllu máli. Tónlistin er aðalmálið. Lögin eru það melódísk og grípandi að maður myndi syngja með þó að textarnir væru á klingonsku. Umslagið er mjög flott og hæfir innihaldinu: Litríkt og fjörmikið. Á heildina litið er Kimbabwe frábær plata. Skemmtilegasta plata ársins hingað til. Niðurstaða: Gleðisveitin úr Austurbæjarskólanum klikkar ekki á plötu númer tvö.
Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira