Körfubolti

Kobe Bryant bætti stigametið hans Jerry West í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant hefur skorað 28,0 stig að meðaltali í fyrstu þremur leikjum Lakers í úrslitakeppninni í ár.
Kobe Bryant hefur skorað 28,0 stig að meðaltali í fyrstu þremur leikjum Lakers í úrslitakeppninni í ár. Mynd/AP
Kobe Bryant tókst ekki að leiða lið Los Angeles Lakers til sigur í Oklahoma City í nótt en hann náði þó að bæta félagsmetið yfir flest stig skoruð í úrslitakeppni. Kobe þurfti 16 stig til að bæta metið en skoraði alls 24 stig í leiknum.

Jerry West átti gamla metið sem var 4457 stig og var einnig það fimmta mesta sem einn leikmaður hefur skorað í sögu úrslitakeppninnar. Bryant er því kominn upp fyrir West í fimmta sætið en hann hefur skorað 4465 í 178 leikjum í úrslitakeppni eða 25,1 að meðaltali í leik.

Þetta er ekki fyrsta stigametið sem Kobe tekur af Jerry West því fyrr í vetur varð Bryant stigahæsti leikmaður Lakers frá upphafi í deildarkeppninni. Kobe hefur skorað 25790 stig í 1021 leik fyrir Lakers-liðið í deildarkeppni eða 25,3 stig að meðaltali í leik.

Kobe Bryant á enn nokkuð í land með að ná meti Michael Jordan sem skoraði 5987 stig í 179 leikjum í úrslitkeppni sem gera 33,4 stig að meðaltali í leik. Kobe vantar enn 1522 stig í að ná Jordan.

Flest stig í sögu úrslitkeppni NBA-deildarinnar:

1. Michael Jordan 5987

2. Kareem Abdul-Jabbar 5762

3. Shaquille O'Neal 5141

4. Karl Malone 4761

5. Kobe Bryant 4465

6. Jerry West 4457

7. Larry Bird 3897

8. Tim Duncan 3776

8. John Havlicek 3776

10. Hakeem Olajuwon 3755



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×