Sport

Hápunktarnir á íþróttaárinu 2011

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Strákarnir okkar verða í sviðljósinu í Svíþjóð í janúar.
Strákarnir okkar verða í sviðljósinu í Svíþjóð í janúar. Mynd/DIENER
Framundan er nýtt íþróttaár og því vel við hæfi að skoða það sem er framundan í alþjóðlegu íþróttalífi á nýju ári. Íslenskt íþróttafólk nær vonandi að halda upp heiðri þjóðarinnar á einhverjum af þessum mótum.

Þetta verður árið á eftir HM í fótbolta í Suður-Afríku og 21. Vetrarólympíuleikunum í Vancouver í Kanada og árið á undan 30. Sumarólympíuleikunum sem fara fram 2012 í London. Það verður engu að síður nóg um að vera á Íþróttaárinu 2011.

Íslensk landslið taka þátt í tveimur stórkeppnum á árinu, HM í handbolta í Svíþjóð og EM 21 árs landsliða í Danmörku. Stelpurnar í kvennalandsliðinu í handbolta eiga enn möguleika á að komast inn á HM í handbolta í Brasilíu í desember. Aðrir íslenskir íþróttamenn munu vonandi einnig fá tækifæri til að blómstra á flottum mótum á komandi ári.

Hér fyrir neðan er stiklað á stóru yfir erlendu íþróttaviðburðina á árinu 2011.

Asíubikarinn í fótbolta frá 7. til 29. janúar í Katar

HM í handbolta verður í Svíþjóð frá 13. til 30. janúar

Úrslitaleikur ameríska fótboltans, Super Bowl, verður 6. febrúar í Cowboys Stadium í Arlington í Texas-ríki

HM í alpagreinum verður í Garmisch-Partenkirchen í Þýskalandi frá 7. til 20. febrúar

HM í norrænum alpagreinum verður í Osló frá 22.febrúar til 6. mars

Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu í fótbolta verður á Wembley í London 28. maí

Smáþjóðaleikarnir í Liechtenstein 30. maí til 4. júní

EM 21 árs landsliða í fótbolta verður í Danmörku 11. til 25. júní

Suður-Ameríkubikarinn í fótbolta frá 1. til 24. júlí í Argentínu

HM í sundi í Sjanghæ í Kína 16. til 31. júlí

HM í frjálsum í Daegu í Suður-Kóreu frá 27. ágúst til 4. september.

EM í körfubolta frá 3. til 18. september í Litháen

HM kvenna í handbolta í Brasilíu 3. til 16. desember






Fleiri fréttir

Sjá meira


×