Íslenski boltinn

Valur vann Meistarakeppni kvenna fjórða árið í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristín Ýr Bjarnadóttir kom Val á bragðið í kvöld alveg eins og í úrslitaleik Lengjubikarsins.
Kristín Ýr Bjarnadóttir kom Val á bragðið í kvöld alveg eins og í úrslitaleik Lengjubikarsins. Mynd/Valli

Valskonur eru Meistarar meistaranna fjórða árið í röð og í sjötta sinn á síðustu sjö árum eftir 4-0 sigur á Breiðablik í Kórnum í Kópavogi í kvöld. Valur komst í 1-0 í upphafi leiks og bætti síðan við þremur mörkum í seinni hálfleik.

Dagný Brynjarsdóttir skoraði tvö glæsileg mörk með mínútu millibili í seinni hálfleik eftir að Kristín Ýr Bjarnadóttir hafði komið liðinu í 1-0 eftir 6 mínútur og Katrín Jónsdóttir bætt við öðru marki eftir rúmlega klukktíma leik.

Þetta er þriðji titilinn sem Valskonur vinna á undirbúningstímabilinu en Valur hafði áður unnið Reykjavíkurmeistaratitilinn 13. febrúar og Lengjubikarinn eftir 2-0 sigur á Fylki í úrslitaleik 2. maí. Valur er þegar búið að gera betur en í fyrra þegar liðið vann alla titla nema deildarbikarinn.

Upplýsingar um leikinn er fengnar af vefsíðunni fotbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×