Íslenski boltinn

Dómararnir klæðast bleiku á sunnudaginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðrún Fema Ólafsdóttir.
Guðrún Fema Ólafsdóttir.
Dómarar í leik Vals og Grindavíkur í 17. og næstsíðustu umferð Pepsi-deildar kvenna á sunnudaginn mun ekki vera í sínum vanalega svarta dómarabúningi. Dómararnir munu hinsvegar klæðast bleiku til stuðnings brjóstakrabbameinsátaki.

Í októbermánuði verður vakin athygli á brjóstakrabbameini hér á landi eins og gert hefur verið síðustu tíu ár. Þetta er hluti af árlegu alþjóðlegu árveknisátaki en bleikur litur og Bleika slaufan eru tákn verkefnisins.

Dómrarar leiksins á Vodafone vellinum á sunnudaginn sem eru allar konur, munu klæðast bleikum dómaratreyjum til þess að vekja athygli á málefninu. Eftir leikinn munu svo Valsstúlkur taka við Íslandsmeistaratitlinum en þær tryggðu sér sigur í deildinni í síðustu umferð.

Guðrún Fema Ólafsdóttir mun dæma leikinn og henni til aðstoðar verða þær Bryndís Sigurðardóttir og Rúna Kristín Stefánsdóttir. Ekki kom fram í tilkynningunni frá KSÍ hvort eftirlitsmaðurinn Pjetur Sigurðsson muni einnig klæðast bleiku í tilefni dagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×