Af skunkum og svörtum englum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 13. desember 2010 07:00 Önnur líf eftir Ævar Örn. Bækur Önnur líf Ævar Örn Jósepsson UppheimarLöggugengið úr bókum Ævars Arnar, þau Stefán, Katrín, Árni og Guðni, er löngu orðið heimilisvinir flestra Íslendinga, ekki síst eftir sjónvarpsþáttaraðirnar eftir fyrstu bókunum tveimur. Hér eru þau mætt í sjöttu sögunni og hafa þróast hvert í sína áttina eins og fólk gerir. Árni orðinn hamingjusamur úthverfaplebbi með konu og tvö börn, Katrín einstæð móðir tveggja unglinga í Hvassaleitinu, Stefán í þunglyndi eftir konumissi og Guðni á góðri leið með að drekka sig í hel. Ekki beysin uppskrift að rannsóknarteymi, en auðvitað finna þau lausn gátunnar, þótt mikið gangi á og áföllin læði sér inn í þeirra eigin raðir.Málið sem þau fást við hér, brútalt morð á ungri konu, er ógeðfellt með eindæmum, ekki síst þar sem sama stúlkan hafði orðið fyrir hrottalegri hópnauðgun rúmu ári áður. Óhugnaðurinn vex enn við það að stúlkan er frænka Katrínar og fyrrverandi barnfóstra og Katrín því í raun beggja vegna borðsins, bæði rannsóknaraðili og aðstandandi. Inn í söguna fléttast búsáhaldabyltingin í janúar 2009 og árekstur anarkistanna á Austurvelli og máttarstólpa þjóðfélagsins, dópsala Lalla feita, ungbarnasund og uppgerð á Landrover, svo fátt eitt sé nefnt. Úr verður spennandi saga sem rígheldur athygli lesandans, vekur til umhugsunar og kemur sífellt á óvart. Annað málið sem löggurnar glíma við og splundrar hópnum er þó óleyst í bókarlok svo lesendur geta strax farið að láta sig hlakka til næstu sögu í beinu framhaldi.Sagan flakkar fram og aftur í tíma, byrjar í maí 2010, fer síðan aftur til janúar 2009 og lýkur í október 2010. Þannig gefst lesendum færi á að kynnast fórnarlambinu og aðstæðum þess betur en oft gerist í sakamálasögum og láta sig því örlög hennar meiru varða.Ævar Örn er flinkur krimmahöfundur, byggir sögurnar vel, kynnir bæði fórnarlömb og löggur í þaula af næmum mannskilningi, er gagnrýnin á samfélagið og skrifar betri og eðlilegri samtöl en nokkur annar íslenskur höfundur. Glæpamennirnir fá meira að segja oft eigin rödd, þótt samúðin með þeim sé eðlilega af skornum skammti og persónulýsingarnar því meira einhliða.Önnur líf sver sig í ætt fyrri bóka Ævars Arnar, en ástæðan fyrir nauðguninni þykir mér dálítið ótrúverðug og skemma annars flott plott. Engu að síður er sagan fínasta glæpasaga, spennan byggð upp jafnt og þétt eins og vera ber og lausn gátunnar langt frá því augljós. Svo ekki sé nú minnst á hversu gaman það er að viðhalda kynnunum við gengið á Hverfisgötunni.Niðurstaða: Fínn krimmi með flottu plotti og góðri persónusköpun. Rígheldur athygli lesandans, vekur til umhugsunar og kemur á óvart. Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Fleiri fréttir Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Bækur Önnur líf Ævar Örn Jósepsson UppheimarLöggugengið úr bókum Ævars Arnar, þau Stefán, Katrín, Árni og Guðni, er löngu orðið heimilisvinir flestra Íslendinga, ekki síst eftir sjónvarpsþáttaraðirnar eftir fyrstu bókunum tveimur. Hér eru þau mætt í sjöttu sögunni og hafa þróast hvert í sína áttina eins og fólk gerir. Árni orðinn hamingjusamur úthverfaplebbi með konu og tvö börn, Katrín einstæð móðir tveggja unglinga í Hvassaleitinu, Stefán í þunglyndi eftir konumissi og Guðni á góðri leið með að drekka sig í hel. Ekki beysin uppskrift að rannsóknarteymi, en auðvitað finna þau lausn gátunnar, þótt mikið gangi á og áföllin læði sér inn í þeirra eigin raðir.Málið sem þau fást við hér, brútalt morð á ungri konu, er ógeðfellt með eindæmum, ekki síst þar sem sama stúlkan hafði orðið fyrir hrottalegri hópnauðgun rúmu ári áður. Óhugnaðurinn vex enn við það að stúlkan er frænka Katrínar og fyrrverandi barnfóstra og Katrín því í raun beggja vegna borðsins, bæði rannsóknaraðili og aðstandandi. Inn í söguna fléttast búsáhaldabyltingin í janúar 2009 og árekstur anarkistanna á Austurvelli og máttarstólpa þjóðfélagsins, dópsala Lalla feita, ungbarnasund og uppgerð á Landrover, svo fátt eitt sé nefnt. Úr verður spennandi saga sem rígheldur athygli lesandans, vekur til umhugsunar og kemur sífellt á óvart. Annað málið sem löggurnar glíma við og splundrar hópnum er þó óleyst í bókarlok svo lesendur geta strax farið að láta sig hlakka til næstu sögu í beinu framhaldi.Sagan flakkar fram og aftur í tíma, byrjar í maí 2010, fer síðan aftur til janúar 2009 og lýkur í október 2010. Þannig gefst lesendum færi á að kynnast fórnarlambinu og aðstæðum þess betur en oft gerist í sakamálasögum og láta sig því örlög hennar meiru varða.Ævar Örn er flinkur krimmahöfundur, byggir sögurnar vel, kynnir bæði fórnarlömb og löggur í þaula af næmum mannskilningi, er gagnrýnin á samfélagið og skrifar betri og eðlilegri samtöl en nokkur annar íslenskur höfundur. Glæpamennirnir fá meira að segja oft eigin rödd, þótt samúðin með þeim sé eðlilega af skornum skammti og persónulýsingarnar því meira einhliða.Önnur líf sver sig í ætt fyrri bóka Ævars Arnar, en ástæðan fyrir nauðguninni þykir mér dálítið ótrúverðug og skemma annars flott plott. Engu að síður er sagan fínasta glæpasaga, spennan byggð upp jafnt og þétt eins og vera ber og lausn gátunnar langt frá því augljós. Svo ekki sé nú minnst á hversu gaman það er að viðhalda kynnunum við gengið á Hverfisgötunni.Niðurstaða: Fínn krimmi með flottu plotti og góðri persónusköpun. Rígheldur athygli lesandans, vekur til umhugsunar og kemur á óvart.
Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Fleiri fréttir Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira