Linda Björg hannar heimafatnað 1. maí 2010 14:00 Linda Björg Árnadóttir, hönnuður og fagstjóri fatahönnunardeildar LHÍ, hefur hannað nýja fatalínu. Hönnuðurinn Linda Björg Árnadóttir hefur gert fatalínu sem hún lýsir frekar sem heimafatnaði heldur en tísku. Linda hefur um tíma hannað undir heitinu Scintilla og samanstendur nýja fatalínan meðal annars af hlýrabolum, kjólum, leggings og háum sokkum úr hundrað prósent silki og fæst hún í tískuversluninni Kron Kron. „Ég er bæði fata- og textílhönnuður og er með merki sem kallast Scintilla og er heimilistextíll. Nýja línan passar vel inn í það auk þess sem þetta var góð leið fyrir mig til að gera línu sem væri ekki árstíðatengd eins og flest annað í tískuheiminum. Með þessu þarf ég ekki að koma með tvær nýjar línur árlega heldur get ég bætt við þessa hægt og rólega," útskýrir Linda Björg. Hún segir flíkurnar vera klassískar og því geti fólk notað þær ár eftir ár án þess að þær fari úr tísku. Eins og er fást flíkur aðeins í svörtu og hvítu en að sögn Lindu Bjargar mun brátt bætast í litaflóruna. „Ég er mjög ánægð með þær vörur sem komnar eru. Nú ætla ég að fara að bæta við og stækka línuna auk þess sem ég er að vinna í því að koma vörunum í sölu á fleiri stöðum bæði hér heima og erlendis." Hægt er að skoða vörur Scintilla á heimasíðu fyrirtækisins, scintillalimited.com. - sm Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Hönnuðurinn Linda Björg Árnadóttir hefur gert fatalínu sem hún lýsir frekar sem heimafatnaði heldur en tísku. Linda hefur um tíma hannað undir heitinu Scintilla og samanstendur nýja fatalínan meðal annars af hlýrabolum, kjólum, leggings og háum sokkum úr hundrað prósent silki og fæst hún í tískuversluninni Kron Kron. „Ég er bæði fata- og textílhönnuður og er með merki sem kallast Scintilla og er heimilistextíll. Nýja línan passar vel inn í það auk þess sem þetta var góð leið fyrir mig til að gera línu sem væri ekki árstíðatengd eins og flest annað í tískuheiminum. Með þessu þarf ég ekki að koma með tvær nýjar línur árlega heldur get ég bætt við þessa hægt og rólega," útskýrir Linda Björg. Hún segir flíkurnar vera klassískar og því geti fólk notað þær ár eftir ár án þess að þær fari úr tísku. Eins og er fást flíkur aðeins í svörtu og hvítu en að sögn Lindu Bjargar mun brátt bætast í litaflóruna. „Ég er mjög ánægð með þær vörur sem komnar eru. Nú ætla ég að fara að bæta við og stækka línuna auk þess sem ég er að vinna í því að koma vörunum í sölu á fleiri stöðum bæði hér heima og erlendis." Hægt er að skoða vörur Scintilla á heimasíðu fyrirtækisins, scintillalimited.com. - sm
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira