Körfubolti

Steve Nash æfir ekki en ætlar að spila á morgun

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Nash er oft sagður vera með líkama meðalmanns en sendingageta hans er óumdeilanleg.
Nash er oft sagður vera með líkama meðalmanns en sendingageta hans er óumdeilanleg. Nordicphotos/Getty
Steve Nash er meiddur á mjöðm og mun ekkert æfa fyrir fyrsta leik Phoenix Suns og San Antonio Spurs á mánudaginn. Hvíldin ætti að gera hann kláran í slaginn fyrir leikinn.

„Þetta gengur betur. Ég er búinn að hvíla í tvo daga og ég er heppinn að við spilum ekki fyrr en á mánudaginn. Það gefur mér tíma til að ná mér," sagði Kanadamaðurinn.

Hinn 36 ára gamli leikstjórnandi meiddist í þriðja leiknum gegn Portland í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Alvin Gentry, hinn skelegggi þjálfari Suns, hefur engar áhyggjur.

„Ég væri ekki svona rólegur ef þetta væri eitthvað vandamál. Hann kom á æfingu, skaut aðeins og fékk svo meðferð vegna meiðslanna. Hann gerir það sama á næstu æfingum," sagði Gentry.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×