Betri tíð í Grikklandi Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 3. mars 2010 06:00 Nú virðast Grikkir loks vera búnir að spila rassinn úr buxunum. Hefur það tekið dágóðan tíma en ég hélt þeir væru á endasprettinum þegar ég bjó þarna í fimm ár fyrir aldamót. Mér er minnisstætt þegar ég var í minni fyrstu vinnu þar í landi að kokka á mexíkóskum veitingastað. Þá sögðu samstarfsmennirnir með dularfullum svip að eftirlitsmenn frá heilbrigðisráðuneytinu væru mættir á vettvang. Lét ég ekki segja mér það tvisvar og hófst strax handa við að koma óhreinindum og lögleysu fyrir kattarnef. Vakti þetta mikla kátínu hjá kollegum mínum. Eftirlitsmennirnir komu auðvitað aldrei inn í eldhús. Þess í stað sátu þeir meðal kúnnanna og fengu að smakka margarítu, búrrítos og síðan þykkt umslag í eftirrétt. Þetta var um jól. Skömmu fyrir páska komu þeir aftur enda eru Grikkir vanir að bregða undir sig betri fætinum um páskahátíðina og því veitti eftirlitsmönnunum ekkert af aukatekjum. Í þá daga var líka á allra vitorði að flestir læknar litu ekki við örkumla fólki fyrr en þeir fundu fyrir umslaginu læðast í jakkavasann. Síðan vann ég á menningarsetri sem átti ekkert aflögu í umslag svo eftirlitsmenn létu það eiga sig. Þó kom Vinnueftirlitið nokkrum sinnum og kom það þá í minn hlut að loka nokkra ólöglega kokka inni á klósetti. Ólöglegum þjónum var hins vegar skipað til sætis þar sem ég færði þeim viskí í klaka og virtust því kúnnar meðan úttektin fór fram. Reyndar hefur óreiðan löngum verið við lýði við Eyjahaf. Jóhann Kapodistrías, fyrsti forsætisráðherra Grikkja, vildi til dæmis fá lýðinn til að borða kartöflur en landinn hafði löngum fúlsað við slíku. Þá ákvað Jóhann að varðveita þær í vöktuðum geymslum. Það var eins og við manninn mælt; fyrr en varði voru Grikkir farnir að stela þeim, rétt eins og til var ætlast. En nú er sem sagt komið upp ástand álíka því þegar Helenu fögru var stolið, eða þegar Persar komu með herafla sinn, þegar nasistar ætluðu að geysast yfir landið í yfirreið sinni, þegar Papadopoulos einræðisherra kúgaði lýðinn eða þegar þjóð sem ekki getur myndað þriggja manna röð án þess að komi til handalögmála á að fara að skipuleggja heila ólympíuleika. Þá er von á góðu því þetta eru einu tækifærin þar sem Grikkir taka sig saman í andlitinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Nú virðast Grikkir loks vera búnir að spila rassinn úr buxunum. Hefur það tekið dágóðan tíma en ég hélt þeir væru á endasprettinum þegar ég bjó þarna í fimm ár fyrir aldamót. Mér er minnisstætt þegar ég var í minni fyrstu vinnu þar í landi að kokka á mexíkóskum veitingastað. Þá sögðu samstarfsmennirnir með dularfullum svip að eftirlitsmenn frá heilbrigðisráðuneytinu væru mættir á vettvang. Lét ég ekki segja mér það tvisvar og hófst strax handa við að koma óhreinindum og lögleysu fyrir kattarnef. Vakti þetta mikla kátínu hjá kollegum mínum. Eftirlitsmennirnir komu auðvitað aldrei inn í eldhús. Þess í stað sátu þeir meðal kúnnanna og fengu að smakka margarítu, búrrítos og síðan þykkt umslag í eftirrétt. Þetta var um jól. Skömmu fyrir páska komu þeir aftur enda eru Grikkir vanir að bregða undir sig betri fætinum um páskahátíðina og því veitti eftirlitsmönnunum ekkert af aukatekjum. Í þá daga var líka á allra vitorði að flestir læknar litu ekki við örkumla fólki fyrr en þeir fundu fyrir umslaginu læðast í jakkavasann. Síðan vann ég á menningarsetri sem átti ekkert aflögu í umslag svo eftirlitsmenn létu það eiga sig. Þó kom Vinnueftirlitið nokkrum sinnum og kom það þá í minn hlut að loka nokkra ólöglega kokka inni á klósetti. Ólöglegum þjónum var hins vegar skipað til sætis þar sem ég færði þeim viskí í klaka og virtust því kúnnar meðan úttektin fór fram. Reyndar hefur óreiðan löngum verið við lýði við Eyjahaf. Jóhann Kapodistrías, fyrsti forsætisráðherra Grikkja, vildi til dæmis fá lýðinn til að borða kartöflur en landinn hafði löngum fúlsað við slíku. Þá ákvað Jóhann að varðveita þær í vöktuðum geymslum. Það var eins og við manninn mælt; fyrr en varði voru Grikkir farnir að stela þeim, rétt eins og til var ætlast. En nú er sem sagt komið upp ástand álíka því þegar Helenu fögru var stolið, eða þegar Persar komu með herafla sinn, þegar nasistar ætluðu að geysast yfir landið í yfirreið sinni, þegar Papadopoulos einræðisherra kúgaði lýðinn eða þegar þjóð sem ekki getur myndað þriggja manna röð án þess að komi til handalögmála á að fara að skipuleggja heila ólympíuleika. Þá er von á góðu því þetta eru einu tækifærin þar sem Grikkir taka sig saman í andlitinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun