Tónlist

Krúttlagið um Eyjafjallajökul gefið út á heimsvísu

Úkúleleið er næstum orðið samgróið Elízu, enda eiga þau afar vel saman.
Úkúleleið er næstum orðið samgróið Elízu, enda eiga þau afar vel saman.

Tónlistarkonan Elíza Newman gefur út lagið sitt Eyjafjallajökull um allan heim á morgun. Henni var boðinn útgáfusamningur við plötufyrirtækið Your Favorite Music til að gefa lagið út og höfundarréttarsamningur við fyrirtækið Quite Great.

Síðasta vika hefur verið afar viðburðarík hjá Elízu þar sem henni var boðið að koma fram á Al Jazeera-sjónvarpstöðinni til að hjálpa erlendu fólki að bera fram orðið Eyjafjallajökull.

Til þess samdi hún lítið lag á úkúlele sem kallast Eyjafjallajökull og sló það í gegn. Þessi frétt varð ein sú vinsælasta á Al Jazeera fyrr og síðar og var endursýnd mörgum sinnum.

Hún var einnig sett á Netið og síðastliðna viku hafa 200 þúsund manns horft á myndbandið. Umfjöllun um lagið hefur birst í New York Times, Huffington Post, The Daily Telegraph og í fleiri fréttamiðlum um allan heim.

Viðtalið við Elízu og lagið hennar má sjá hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.